Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 111
Á r H a l l d ó r s o g Vi l h j á l m s TMM 2011 · 1 111 Lítið var skrifað um sýninguna í blöðum en Jón Viðar Jónsson gaf henni fjórar stjörnur í DV. Ég hefði gefið henni fimm! Mun meiri hávaði varð á öllum vígstöðvum þegar Vesturport og Borgarleikhúsið frumsýndu Faust (þetta var sýning til útflutnings, þess vegna fékk hún ekki að heita Fást) á stóra sviði Borgarleikhússins undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar, sýningu sem gekk vel og lengi og hefur síðan ferðast um heiminn eins og aðrar sýningar Vesturports. Verkið sem byggir á hinni gömlu sögn um Fást sem meðal annars Goethe skrifaði um reyndist líka mikið og veglegt sjónarspil með Hilmi Snæ Guðnason í hlutverki Mefistós, Þorstein Gunnarsson í titilhlutverkinu og leikmynd eftir Axel Hallkel Jóhannesson sem erfitt verður að toppa: Fyrir ofan áhorfendur í stóra sal Borgarleikhússins var strengt net þar sem leikarar hentust um og hömuðust, jafnvel á hjólastólum! Og á sviðinu sjálfu komu púkar andskotans hoppandi upp svoleiðis að maður hrökk hvað eftir annað í kút. En ekki hafði þessi sýning eins djúp áhrif á mig og Rómeó og Júlía eða Hamskiptin í meðförum sama hóps. Að þessu sinni var það ekki þekking sem Jóhann var tilbúinn að selja sál sína fyrir heldur eilíf æska. Og örlög leikarans Jóhanns sem þráir svo mjög að verða ungur aftur að hann semur við djöfulinn urðu ekki nógu beisk innan um alla ókyrrðina, og þó lék Þorsteinn hann af eins mikilli einlægni og hægt var við þessar aðstæður. Faust var vel tekið en þó mátti heyra vonbrigðatón í röddum gagn- rýnenda. Ég held að Elísabet Brekkan hafi orðað orsök hans vel í grein sinni í Fréttablaðinu (18.1.) þegar hún giskar á að það væri „hægt að moða meira úr þessu klassíska verki til umhugsunar og lærdóms, ekki síst nú, þegar útsala hefur verið á sálum til skrattans um nokkurt skeið.“ Ein minnisstæðasta sýning ársins 2009 var Þú ert hér eftir þríeykið Jón Pál Eyjólfsson, Hall Ingólfsson og Jón Atla Jónasson sem saman kalla sig Mindgroup. Þeir frumsýndu framhaldið, Góða Íslendinga, í Borgarleikhúsinu í janúar og höfðu fengið öfluga leikara hússins til liðs við sig. Verkið var leikið inni í búri – enda má til sanns vegar færa að góðir Íslendingar hafi verið í búri eftir hrun – og hófst á ræðu forsetans af sjónvarpsskjá þegar hann neitaði lögum um Icesave staðfestingar. Þannig lék enginn vafi á því að við vorum stödd í blæðandi samtím- anum. Inni í búrinu rigndi gluggaumslögum sem persónurnar handléku í vanmætti sínum og leikritið var samsett af stuttum textum, litlum sögum úr hversdagslífinu sem saman gáfu mynd af örvæntingarfullri þjóð og úrkula vonar. Sýningin var ekki eins nístandi fyndin og Þú ert hér en var prýðilega tekið, til dæmis fékk hún fjórar stjörnur í Frétta- blaðinu og fjórar og hálfa í Mogga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.