Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 112
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 112 TMM 2011 · 1 Í sama knérunn hjó leikverk Sjóns, Ufsagrýlur, sem Lab Loki sýndi í Hafnarfjarðarleikhúsinu, en sannarlega ekki á eins opinskáan og einfaldan hátt og hjá Mindgroup. Verkið gerist á skipi, þjóðarskútunni, sem var geysihaglega hönnuð á víðu sviði af Móeiði Helgadóttur, gervi voru vandlega útfærð, lýsingin flott og öll var sýningin mikið fyrir bæði augu og eyru. Sjón notar aðferðir gróteskra hryllingssagna til að segja söguna af falli þjóðar og sókn hennar eftir hefnd, táknin voru mörg og margræð þótt aðalþráðurinn væri nokkuð skýr. Rúnar Guðbrandsson fylgdi hér eftir geysilega vel heppnaðri sýningu frá 2008 á sama stað sem byggði á verkum Steinars Sigurjónssonar. En nú fékk hann ekki eins góðar undirtektir. Ingibjörg Þórisdóttir hefur líklega orðað niðurstöðu margra leikhúsgesta þegar hún segir í umsögn sinni í Morgunblaðinu (10.2.): „Textinn er mjög skemmtilegur á köflum, djúpur, fyndinn og hittir beint í mark. Hins vegar kallar leikhúsformið á það að áhorfendur skilji það sem fram fer á sviðinu.“ Þriðja „hrunstykkið“ var Eilíf óhamingja eftir Andra Snæ Magnason og Þorleif Örn Arnarsson á litla sviði Borgarleikhússins og fylgdi eftir Eilífri hamingju, fádæma skemmtilegu verki þeirra félaga á sama sviði þrem árum fyrr. Þar léku þeir félagar sér að gervilífi okkar á þeim glys- og gysárum þannig að ekki varð betur gert en í nýja verkinu var tekist á við timburmennina. Þar urðum við vitni að hópmeðferð illa farinna einstaklinga eftir hrun undir stjórn sálgreinisins Matthildar sem Sólveig Arnarsdóttir lék af röggsemi og innsæi. Fleiri þátttakendur eru minnis- stæðir úr sýningunni, einkum Atli Rafn Sigurðarson, og líka nokkrar sögur sem sagðar voru, en í heild var verkið of sundurlaust og sligað af alvöruþunga. Niðurstaða Páls Baldvins í Fréttablaðinu (1.4) var þó þessi: „Merkileg og spennandi tilraun sem mun ótvírætt kalla fram afstöðu hjá hverjum áhorfanda. Getum við beðið um meira?“ Síðasta hrunverk ársins og það sem fékk öflugasta kynningu var Enron eftir Lucy Prebble á stóra sviði Borgarleikhússins, frumsýnt undir lok september. Að henni stóðu snillingarnir Stefán Jónsson leikstjóri og Börkur Jónsson leikmyndahönnuður og í aðalhlutverki voru úrvals- leikararnir Stefán Hallur Stefánsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Baldur Þór Ingólfsson. Væntingarnar voru því miklar og gagnrýnendur urðu ekki fyrir vonbrigðum (nema helst sú sem hér skrifar). Sýningin fékk fjórar stjörnur bæði í DV og Fréttablaði og fjórar og hálfa í Morgunblaðinu. En sýningin spurðist ekki eins vel út og Borgarleikhúsmenn vonuðust til, og henni var hætt fyrr en áætlað var. Líklega hafa íslenskir leikhúsgestir verið búnir að fá nóg af hrunverkum í bili.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.