Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 115
Á r H a l l d ó r s o g Vi l h j á l m s TMM 2011 · 1 115 Það var meiri ró yfir viðtökum gagnrýnenda við Íslandsklukkunni en Gerplu og áhorfendur fögnuðu henni líka. Hún gengur enn fyrir fullu húsi þegar þetta er skrifað. Glens með broddi Fyndnasta verk ársins var Hænuungarnir, leikrit Braga Ólafssonar sem gerist að mestu á húsfundi í fjórbýlishúsi í Hlíðunum eftir að frosnir kjúklingar hafa horfið úr frystikistu Sigurhans og Olgu, hjónanna á neðri hæð til vinstri. Börkur Jónsson byggði þetta hús á sviðinu í Kassa Þjóðleikhússins og það var hvað eftir annað hreinasti senuþjófur – þegar allt í einu kviknaði ljós uppi á lofti meðan við vorum öll að fylgjast með því sem gerðist niðri eða þegar ófrómt fólk fór inn í íbúðina niðri til hægri meðan íbúar hennar voru á húsfundinum til vinstri … Stefán Jónsson stýrði hópi úrvalsleikara sem allir fóru fram úr sjálfum sér í þessu dýrlega stykki. Eggert Þorleifsson lék Sigurhans, mann sem áhorfendur langaði mest til að rassskella þegar fram í sótti, og var ótrúlega fyndinn og óþolandi en ennþá makalausari var þó Kristbjörg Kjeld. Hún lék Elínu gömlu á efri hæðinni sem aldrei veit til hvers hún er á þessum húsfundi en nýtir sér aðstæðurnar til alls sem henni finnst skemmtilegast – og fékk Grímuna fyrir vikið. Hænuungarnir fengu geysilega góðar viðtökur, stjörnufjöld og enda- lausa aðsókn enda meistaraleg meðferð á meistaralegum texta. Þegar þessar línur eru skrifaðar er verið að hætta sýningum (í bili?) fyrir troð- fullu húsi. Skemmtileg var líka sýningin á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonar- son á stóra sviði Borgarleikhússins. Þar fékk Guðjón Davíð Karlsson að leika hinn óviðjafnanlega Orm Óðinsson, samnefnara allra gáfaðra og kaldhæðinna unglingsstráka og orðheppnasta ungling íslenskra bókmennta. Töffarinn Ormur var lifandi kominn á sviðinu í meðförum hans en það vantaði svolítið upp á dýptina, ég skynjaði ekki kvikuna undir niðri eins sterkt og í sögunni. En gagnrýnendur voru hrifnir og áhorfendur flykktust á sýninguna mánuðum saman enda var þetta úrvals fjölskyldusýning og það var ekki boðið upp á mikið fyrir stálpaða krakka og unglinga á árinu 2010. Dramatískt gamanleikrit frá Þýskalandi, Dúfurnar eftir David Giesel- man, dillaði áhorfendum á nýja sviði Borgarleikhússins um það leyti sem Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það fjallar um auðmann sem er orðinn leiður á því að vera fínn forstjóri eigin fyrirtækis og þráir einfalt líf við dúfnarækt. Kristín Eysteinsdóttir stýrði Hilmi Snæ og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.