Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 118
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 118 TMM 2011 · 1 góður og er mikils að vænta af honum. Ein úr hópnum, Lára Jóhanna Jónsdóttir, hefur þegar sýnt hvað hún getur í sýningu Borgarleikhússins á Ofviðrinu, og Hilmar Guðjónsson og Hilmir Jensson hafa líka fengið allgóð tækifæri í stóru leikhúsunum. Á sviðslistahátíðinni ArtFart sá ég eitt verk sem fellur í þennan flokk, Vakt eftir Halldór Armand Ásgeirsson sem sýnt var í Norður- pólnum. Þar sitja tveir ungir læknar, karl og kona, yfir manni sem er lífshættulega slasaður eftir ofsaakstur sem endaði með ósköpum. Smám saman verður ljóst að líf mannsins hangir ekki aðeins á bláþræði vegna slyssins heldur á annar læknanna líka harma að hefna á honum. Það þarf ekki mikið til að drepa hinn slasaða, bara rjála lítillega við vélarnar sem halda honum á lífi, en getur maður það þegar maður hefur unnið sinn Hippókratesareið? Í október var frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins einstaklega vel heppnuð leikgerð Ólafs Egils Egilssonar á verðlaunaskáldsögu Auðar Jónsdóttur, Fólkinu í kjallaranum, undir stjórn Kristínar Eysteins- dóttur. Þetta er áhrifamikil lýsing á ungri konu sem hefur reynt að slíta sambandið við fjölskyldu sína og fortíð en neyðist þetta kvöld þegar verkið gerist til að horfast í augu við hana. Sýningin var sett upp á nýstárlegan hátt, Snorri Freyr Hilmarsson klauf salinn með sviðinu þannig að setið var báðum megin við það, áhorfendur gátu horfst í augu yfir sviðið og Jóni Viðari fannst fara vel á því: „því að hér er lyft upp spegli sem á að sýna okkur sjálf“ (DV 20.10.). Nútíðin og fortíðin voru alltaf báðar á sviðinu eins og vera bar því hugur aðalpersónunnar Klöru (sem Ilmur Kristjánsdóttir lék skínandi vel) er alltaf í fortíðinni þó að líkami hennar sé hér og nú. Þetta var stjörnusýning sem allir gagn- rýnendur tóku fagnandi og áhorfendur líka. Sýningum var hætt um áramót fyrir fullu húsi en hún verður tekin upp aftur í haust. Síðasta sýningin sem á heima hér er Mojito eftir Jón Atla Jónasson sem var opnunarsýning nýs Tjarnarbíós í nóvember. Þetta var stutt og snöfurlegt verk sem gerist á bar, þar hittast tveir vinir og annar fer að segja hinum sögu af atviki sem gerðist skömmu áður. En vinurinn hefur heyrt söguna frá öðrum og vænir sögumann um ósannsögli og þeir fara að takast á um sannleikann. Góð hugmynd sem ekki var alveg nógu vel útfærð í verkinu. Jón Atli ætti að skrifa verkið aftur og nýta hana betur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.