Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 119
Á r H a l l d ó r s o g Vi l h j á l m s TMM 2011 · 1 119 Rocky Horror í Hofi Akureyringar opnuðu nýtt menningarhús, Hof, með stæl í september, glæsilegt hús og vel búið í hvívetna. Fyrsta sýningin á stóra sviði hússins var á Rocky Horror Show með Magnúsi Jónssyni í hlutverki Franks N Furter. Andrea Gylfadóttir var tónlistarstjóri og söng líka Kolumbiu en Jón Gunnar Þórðarson stýrði. Þetta er auðvitað „endurtekið efni“, tæplega fertugur söngleikur sem allir þekkja sem á annað borð hafa einhvern vott af áhuga á söngleikjum, eftir honum hefur verið gerð fræg og vinsæl kvikmynd sem mér skilst að sé mikið „költ“ og framhaldsskólar hafa sýnt verkið eftir að MH kom því fyrst á fjalirnar hérlendis með sjálfan Pál Óskar í aðalhlutverki fyrir einum tuttugu árum. Efnið býður upp á þessa nýtingu; í söngleiknum villast tvö ungmenni í ofstopaveðri og leita skjóls í kastala Franks sem er einhvers konar sambland af Frankenstein og Drakúla og slíkum verum. Þar verða ungmennin vitni að og reyna jafnvel alls konar afbrigðilega hegðun – en verða bara betri og þægari borgarar fyrir vikið, ef að líkum lætur. Ég hafði verulega gaman af þessari sýningu – enda átti ég svo sem ekki von á öðru en von var á. Allt var faglega unnið og vel útlítandi, söngur og leikur í besta lagi. Arnór Benónýsson var hjartanlega sammála mér í Morgunblaðinu (14.9.), ekki síst um hlut Magnúsar Jónssonar, fannst hann leika sitt hlutverk „asskoti vel“. En aðrir gagnrýnendur voru ekki á sama máli. „Varla Hofi hæft“ sagði Sunna Valgerðardóttir í Frétta- blaðinu (23.9.) og varð fyrir mestum vonbrigðum með Magnús, fannst hann „tilgerðarlegur og þreytandi“ í stað þess að vera „klikkaður og ógnvekjandi“. Í DV var fyrirsögnin „Horror í Hofi“ (15.9.) og samkvæmt þeirri grein stóð ekki steinn yfir steini í sýningunni. Jón Viðar rökstuddi mál sitt vandlega og lá við að hann sannfærði mig á köflum um að ég hefði verið með of mikla glýju í augunum yfir þessum nýja menningar- vettvangi í mínum gamla heimabæ. En áhorfendur eru líklega meira sammála okkur Arnóri en Jóni og Sunnu því sýningin gengur ennþá þegar þetta er skrifað og er auglýst út febrúar. Áramót Shakespeares Í árslok frumsýndu stóru leikhúsin í Reykjavík bæði verk eftir Shake- speare á stóra sviði sínu undir stjórn erlendra leikstjóra. Í Þjóðleik- húsinu hamaðist Arnar Jónsson í hlutverki snargeggjaðs Lés í harm- leiknum Lé konungi; í Borgarleikhúsinu ýmist tryllti, svæfði eða töfraði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.