Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 131
Á d r e p u r TMM 2011 · 1 131 sammála og markmiðið er ekki gagnrýnin rannsókn eða leit að gagnkvæmum skilningi heldur miklu fremur sókn eftir gagnkvæmri og yfirborðslegri viður- kenningu. Spurningin sem við viljum svara er þessi: Er til samræðuform sem felst í því að setja fram afstöðu en er leið til að nálgast aðra, jafnvel þá sem eru manni ósammála? Slík samræða er lík kappræðunni að því leyti að umdeild afstaða er sett fram og þátttakendurnir eru ekki fyrirfram sammála, en ólík að því leyti að hún fer ekki fram undir merkjum kapps – hún á ekki að vera keppni. Það er ekki markmið þeirra sem eiga í slíkri samræðu að sigra viðmæland- ann eða hefja sig yfir hann, og þar með er ekki sérstakt keppikefli að eiga síð- asta orðið. Samræða af þessu tagi er kölluð rökræða. Sæmdarþorsti eða auðmýkt Hvernig getur maður nálgast aðra í samræðu sem miðar að því að setja fram afstöðu, jafnvel umdeilda afstöðu? Hér blasir svarið raunar við ef maður hugsar um það hvernig vinir deila. Sú nálægð sem felst í vináttu byggist ekki síst á því að vinir reyna að skilja hverjir aðra hvort sem þeir eru sammála eða ekki. Vinir þurfa ekki að óttast það að ólík afstaða til umdeildra mála grafi undan vináttusambandinu, heldur er ágreiningurinn miklu fremur leið til enn meiri nándar. Samræða í vináttu um umdeild mál einkennist ekki af því að viðmælendur setji fram eigin afstöðu og verji hana. Slík samræða einkennist fremur af leit en vörn, hún er rannsókn en ekki kapp. Hversu djúpstæður sem ágreiningurinn er þá er markmiðið sameiginlegt – gagnkvæmur skilningur og leit að sannleika – og þátttakendur í slíkri samræðu eru því samverkamenn. Þess vegna er afleiðing af slíkri samræðu aukin nálægð frekar en aðgreining, markmiðið er skilningur frekar en sigur. Er þetta ekki aðlaðandi? Af hverju eigum við ekki miklu oftar í afstöðu- bundinni og sameinandi samræðu frekar en í sundrandi kappræðu? Svarið sem við heyrum svo oft er þetta: Íslensk samræðuhefð er svo óþroskuð. Þetta er innantómt svar. Rökin sem sett eru fram fyrir því að samræðan sé óþroskuð eru þau að við sem þjóð séum ófær um að eiga í afstöðubundinni og samein- andi samræðu, og ástæðan er sögð vanþroski hefðarinnar. Hér er farið í hring. Ég ætla að leyfa mér að leggja til aðra skýringu. Vandinn liggur ekki í sam- ræðuhefðinni heldur í útbreiddum og misskildum sæmdarþorsta. Sæmdar- þorstinn birtist í því að á opinberum vettvangi – eða bara opnum vettvangi eins og í heitum potti í sundlaug eða á kaffistofu – leggja menn sæmd sína undir í samræðunni. En hvað er sæmd? Sæmdin er skilin sem einhvers konar sambland af stöðu og manngildi, en samt aðallega stöðu því það er hún sem menn bera utan á sér. Manngildið býr hið innra og birtist ekki í einföldum kringumstæðum. Þess vegna er sæmdarþorstinn líka yfirborðsmennska. Sókn eftir sæmd, er jafnan sókn eftir hærri stöðu, meiri viðurkenningu, og þar sem staða í þessum skiln- ingi er afstæð – að vera hátt settur er að vera hærra settur en einhver annar, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.