Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 132
Á d r e p u r 132 TMM 2011 · 1 vera lágt settur er að vera lægra settur en einhver – og þegar sæmd í þessum skilningi verður að hreyfiafli í félagslegum samskiptum, þá byggjast sam- skiptin að verulegu leyti á því að menn takast á um völdin til að bæta stöðu sína. Eitt mikilvægasta vopnið í slíku jagi er einmitt að eiga síðasta orðið. Hafi manni tekist að eiga síðasta orðið í orðaskaki við einhvern hefur manni kannski tekist að láta svo líta út sem maður hafi lyft sér skör ofar, og kannski líka tekist að láta líta svo út sem maður hafi ýtt andstæðingnum skör neðar. Ef virkilega vel hefur tekist til, þá hefur manni kannski tekist að afgreiða við- komandi. Andstæðan við sæmdarþorstann er auðmýkt. En ekki auðmýkt í þeim skilningi að maður leggist flatur fyrir hverjum sem er, láti hagsmuni sína liggja milli hluta og gefi eftir jafnvel það sem manni ber með réttu, heldur auðmýkt í þeim skilningi að maður gerir eigin sæmd eða verðleika ekki að hreyfiafli lífs- ins. Auðmýkt í þessum skilningi er líka andstæða sjálfdæmishyggju. Með auðmýktinni kemur gagnrýni og leit og hinn auðmjúki gefur sér ekki að hans afstaða sé rétt eða að tilvera hans byggist á því að verja eigin afstöðu, en hann leyfir heldur ekki að aðrir mæti til leiks með slíku hugarfari. Sókrates er líklega frægastur þeirra sem lifðu í auðmýkt í þessum skilningi en hér mætti einnig nefna góða dátann Svejk. Gott og vel, en gengur þetta upp? Má ekki setja fram eftirfarandi gagnrýni: Bæði Sókrates og Svejk eru dæmi um menn sem nutu sæmdar – að minnsta kosti eru þeir báðir á stalli í menningarsögunni, hvor með sínum hætti að vísu – og því er fráleitt að gera þennan grundvallargreinarmun á auðmýkt og sæmd. Þessi gagnrýni er vel við hæfi, ekki vegna þess að hún hittir í mark, heldur vegna þess að hún birtir eitt einkenni þess sem skortir auðmýkt. Sá sem ekki hefur til að bera auðmýkt, hann hlustar ekki af nógri athygli, hann tekur ekki nógu vel eftir. Sæmdin er ekki vandamál, heldur sæmdarþorstinn. Það er ein- kenni á Sókratesi og Svejk að þeim hefur hlotnast sæmd – alltjent heiður – án þess að þeir hafi nokkru sinni leitað eftir sæmd eða heiðri eða reynt að verja þá stöðu sem þeir voru í sem sæmdarstöðu. Það kann að vera að íslensk samskipta- og samræðuhefð sé frumstæð og vanþroskuð, en meinsemdin er ekki vanþroski hefðarinnar heldur misskilinn sæmdarþorsti – við sem manneskjur erum of þjakaðar af sæmdarþorsta, yfir- borðsmennsku og sjálfdæmishyggju. Sæmdarþorstinn veldur því að hvenær sem uppi er ágreiningur þvælist persóna manns og staða fyrir. Við verjum mál- stað vegna þess að við teljum okkur trú um að þannig verjum við sjálf okkur, persónu okkar og stöðu, þegar það ætti að blasa við að slíkt brölt grefur ein- ungis undan persónu okkar og stöðu. Jafnvel hetjan getur ekki varið sæmd sína og persónu. Allt sem hún gerir sæmdinni til varnar, snýst í höndum hennar og verður henni til athlægis og falls. Þeir fóstbræður, Þorgeir Hávarsson og Þor- móður Kolbrúnarskáld eru frægasta íslenska dæmið um þetta, nálægari í tíma en síður fræg dæmi birtast okkur reglulega í þingfréttum sjónvarpsins. Vandinn við íslenska samræðumenningu er ekki að hana skorti einhverja hefð sem til er í útlöndum en hefur ekki verið flutt inn af áhugaleysi þeirra sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.