Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 6
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 6 TMM 2011 · 2 lífsorku og safnar til hennar með öllum skilningarvitum, hvenær sem er. Þetta staðfesta minnisbækur Thors. Þær gegna að vissu marki hlutverki dagbóka: skráðir eru minnispunktar, mannfundir, atriði er varða efni sem séð hefur verið, lesið eða heyrt – eða munað. En jafnframt opnast hér hin víða gátt: orðum er komið að hugsun og líðan, þarna eru við­ brögð við hverskonar áreiti, ýmsar hugmyndir og hugdettur, en penninn rennur líka frá skrift yfir í teikningar (enda vann Thor iðulega að mynd­ list meðfram ritstörfum); skráðir eru draumar, hugleiðingar, orð kallar á orð, spuni fer af stað og stundum verða til lítil ljóð, vitnisburður sem ekki er skýrður frekar. En hér eru líka samfelldir textar, fyrstu drög að verkum sem síðar rata á prent og fara fyrir sjónir almennra lesenda. Ekki verður því neitað að þessi vitnisburður um líf og sköpunar­ starf Thors orkar sterkt á einstakling sem hefur lesið, rýnt í og hugsað um bækur hans um áratugaskeið, og raunar skrifað sitthvað um þær. Sumt hefur ratað á prent í ritgerðum og greinarkornum en annað er í formi minnispunkta og athugasemda sem safnast hafa saman í tiltekna skjalamöppu í tímans rás. Einu sinni, ekki löngu eftir að ég kynntist Thor, hafði ég orð á því við hann að eiginlega þyrfti ég að skrifa bók um verk hans. Þegar hann vék að þessum ummælum mínum nokkrum árum síðar áttaði ég mig á því að ég hafði talað af óskhyggju og ung­ æðislega. Ég veit ekki hvenær ég verð í stakk búinn að skrifa bók um verk Thors en það varð hins vegar úr að með þessari grein fylgir svo­ lítil syrpa minnisgreina frá ýmsum tímum úr Thorsmöppunni minni (og má stundum greina tengsl milli þeirra og sumra athugana minna í þessari grein). Þetta eru skrif á mörkum persónulegra og fræðilegra við­ bragða sem fræðimaðurinn átti eftir að vinna betur úr. Nú má kannski spyrja hvort ekki mætti ganga lengra í persónulegum viðbrögðum við verkum höfundar sem hefur skipt mann miklu máli. Segja má að innra með lesandanum verði til einskonar „minnisbók“ og hún býsna fjölþætt þegar meta þarf „áreiti“ verka sem orka sterkt á mann vitsmunalega jafnt sem tilfinningalega. En ætli maður fyrst og fremst að tefla fram persónulegum viðbrögðum sínum á almannafæri (öðruvísi en sem ein­ hverjum sögulegum vitnisburði) verða þau sjálf að búa yfir listrænu gildi. Til slíks er ekki sælst hér, í umfjöllun um rithöfund sem sjálfur var meðal höfuðmeistara listrænnar umfjöllunar um list. Höfund sem þar að auki fjallar í skáldskaparverkum sínum um aðstæður og forsendur hinna persónulegu viðbragða lesandans við þessum sömu verkum, svo sem vikið verður að síðar á þessum blöðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.