Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 59
J ó h a n n J ó n s s o n s k á l d TMM 2011 · 2 59 Hinn fyrsta sept. s.l. andaðist Jóhann skáld Jónsson hjer í Leipzig, eftir margra ára veikindi. Andlátið var rólegt og kvalalaust, eins og þegar þreyttur finnur hvíld í værum blundi eftir erfiðar andvökur. Skáldið er fallið í valinn og með því hverfa glæstar vonir, djörf áform verða aldrei veruleiki. En það er okkur Íslendingum harmabót, að hann átti ekki aðeins óort kvæði, sem týnast með honum, heldur einnig formuð ljóð, sem munu halda minning hans við lýði. Við fyllumst örvæntingu yfir staðreynd dauðans og hrópum: Of stutt, of stutt var líf hans. Það er örvæntingin yfir því að hjeðan af verður ekkert tekið aftur, ókleift að bæta úr því, sem aflaga fór. Og nú þegar hann er horfinn sjáum við betur en áður, að einmitt krafta slíks manns hefðum við þarfnast fremur en margra annara við uppbyggingu hins nýja Íslands. En ljóðin hans lifa og benda skáld­ unum á nýjar leiðir í meðferð efnis og tungu. Líkbrenslan fór fram h. 5. sept., að viðstöddum nokkrum þýzkum vinum hans og þremur Íslendingum. Til þeirrar athafnar var vandað eftir föngum: Kistan var prýdd krönsum og blómum; landar hans höfðu sent krans úr fjallagrösum, skreyttan íslensku litunum. – Haukur Þorleifsson og Jón Leifs töluðu fáein orð yfir kistu skáldsins – og fer hjer á eftir kafli úr ræðu Jóns Leifs: „Kæri vinur ! Það varð mitt hlutverk, að flytja þjer kveðju ættjarðarinnar, sem þú sást ekki í 11 ár. Ísland skóp þjer örlög þín, sömu örlögin og aðrir samherjar þínir hlutu, alt frá Jónasi Hallgrímssyni og Sigurði Breiðfjörð fram að þeim listamönnum vorra tíma, sem ljetu lífið áður en þroskanum var náð. Þú ert sá seinasti í hópnum, sem er orðinn æði stór. Það er ekki langt síðan Jóhann Sigurjónsson, Guðmundur Thorsteinsson, Davíð Þorvaldsson og fleiri luku við líkan lífsferil og þann, sem þú hefur nú lokið. – Ísland biður þig og þína buguðu samherja fyrirgefningar. – Vor alda gamla neyð, líkamleg og andleg hungursneyð, teygir arma sína fram í nútímann og eyðir enn listrænum frjóöngum Íslands, lætur þá deyja, áður en þeir fá borið sína bestu ávexti. Vjer Íslendingar höfum enn ekki lært að sigra þá neyð að fullu. Þess vegna varð líf þitt aðeins hálft líf við sársauka, skort og vonbrigði. Vjer biðjum þig fyrirgefningar og kveðjum þig að hörmungum þínum loknum með þínum eigin orðum: Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt, Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir allt.“ Að lokum var „Allt eins og blómstrið eina“ leikið á orgel meðan kistan seig hægt niður í gólfið. Leipzig í sept. 1932. Haukur Þorleifsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.