Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 13
M u n a ð u r s á l a r i n n a r TMM 2011 · 2 13 Mánasigð segist ein persónan vilja „að saga sé saga“ og önnur spyr þá hvort hún eigi við þetta: „Nafngreindar persónur sem þú fylgir frá fyrstu blaðsíðu […] og fylgir aftur á blaðsíðu tvö hundruð og áttatíu, í eina tíð hefði það verið átta hundruð og tuttugu. Og telur þér trú um að þú lifir þeirra lífi á meðan.“ Þá svarar sú fyrri með því að vísa til forvitni sinnar um lykilpersónur og segir eftirfarandi um sögu sem á undan hefur farið: „Það er einsog manni séu sýndar bara aukapersónurnar.“ Sjónarmið viðmælandans – sem liggja sennilega ekki fjarri skoðun höfundarins – er líklega að lesandinn sé sjálfur aðalpersónan: Skiptir ekki mestu máli að lifa sínu lífi með sem fyllstum og ýtrustum hætti. Neyta skynfæra sinna og njóta þegar gefst. Og átta sig á heiminum. Saga, getur hún ekki verið einsog vefnaður með stefjaspelli og mynstrum, rími og fjallað um veröldina og manneskjur í heiminum. Þarf höfundurinn að drepa persónurnar til þess að kröfu skilaréttarins sé fullnægt, hver lesandi geti dregið hræin í dilk. Í stað þess að lifa áfram. Og á höfundurinn að látast vita allt? Einsog trúarbragða­ höfundur. Spámaður prestur. Og trúður, segir hún: helzt allt þetta. En á hann ekki að vera ósýnilegur. Svo maður geti treyst honum. Hvernig gæti hann verið ósýnilegur? (Mánasigð, 230–231) Og þar með heldur umræðan áfram, því að staða höfundarins fer í uppnám í slíkum heimi, þar sem lesandanum er að sumu leyti léð höf­ undargildi. Þannig liggur um sögur Thors þráður sem nefndur hefur verið „metafiction“ á ensku en ég hef kallað „sjálfsögu“. Það er sem sögur Thors „viti af sér“ – eins og mannvera sem veit að hún er stödd í ævisögu og kemst ekki út úr henni; veit að hvaðeina sem hún gerir er atriði í þessari sögu; veit jafnvel að saga hennar er samsett úr ýmsum og ótalmörgum sögum sem margar skarast við sögur annarra. Þetta er sáraeinfalt en getur líka verið óendanlega flókið. Þannig „vita“ sögur Thors að þær eru völundarhús með nokkrum veruleikasviðum, og þær gera sér grein fyrir því að rætur þeirra liggja að nokkru leyti í goðsögu­ legum mynstrum.7 Í Fuglaskottís er jafnvel brugðið á heilmikinn leik með tilbrigði við hina goðsögulegu för til undirheima sem við þekkjum úr verkum Hómers, Virgils, Dantes og fleiri höfunda. „Á flughraðri ferð fer myndsækið auga“, segir í Mánasigð. „Bara eitt auga ofvaxið og sér, opið ætíð og getur ekki lokazt, verður að lesa og lesa“ (33). Þetta er lýsing á hreyfiafli textans hjá Thor en má einnig skilja sem vísun til hlutskiptis lesandans, vilji hann taka þátt í þeim margháttaða gjörningi sem Thor býður honum til. Og hvað sem líður því rými og frelsi sem Thor veitir lesanda sínum þá göngum við inn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.