Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2011 · 2 lausamálskafli sem segir í stuttu máli frá því að Skírnir ríður til Gymisgarða í Jötunheimi og kemur að sal Gerðar þar sem ólmir hundar eru bundnir við hlið. Í erindi 11–13 ræðir Skírnir við fjárhirði utan við bústað Gerðar og spyr hann hvernig hann geti komist fram hjá hundunum og náð fundi Gerðar. Hann fær það svar að hann hljóti annaðhvort að vera feigur eða framliðinn, að láta sér koma slík fásinna í hug. Í 14. erindi talar Gerður og spyr ambátt sína hvað valdi hávaða þeim sem hún heyrir utan bústaðar síns og þegar ambáttin svarar að þar sé kominn maður á hesti (15. erindi) býður hún honum að ganga inn þótt hún óttist að þar fari ofbeldismað­ ur, „minn bróðurbani“ (16. erindi). Í 17. erindi spyr hún Skírni um ástæður komu hans. Þá hefjast orðaskipti þeirra tveggja og í erindum 19–22 býður Skírni henni góðar gjafir (epli Iðunnar og hringinn Draupni) gegn því að hún gef­ ist Frey. Hún afþakkar boðið og hinar góðu gjafir afdráttarlaust. Þá breytir Skírnir heldur betur um aðferð og dreg­ ur upp sverð: „Sér þú þenna mæki, mær, / mjóvan, málfán, / er eg hefi í hendi hér?“ og í erindum 23–36 hótar hann henni öllu illu og stigmagnast hótanir hans við hvert erindi; hann hótar að höggva af Gerði höfuðið; vega föður hennar; hýða hana með „tamsvendi“ (svipu); dæma hana til útlegðar á „ara þúfu“ með útsýni til heljar; gera hana að athlægi og glápsviðfangi þursa; rista henni galdrarúnir sem veki henni sorg og sáran grát; hún skal verða kúguð og úrræðalaus; annaðhvort gefast þríhöfða þursi eða engan mann fá; geð hennar skal tærast; hún mun hafa reiði æðstu goða og hatur Freys og vera neitað um samvistir við jötna, hrímþursa, syni Suttunga og æsi; hún skal verða ambátt þursins Hrímgrímis „fyrir Nágrindur neðan“ og aldrei fá betri drykk en geita­ hland að drekka; og henni skulu ristir galdrastafirnir „ergi og æði og óþola“. Þegar þarna er komið lætur Gerður undan og segist fallast á að koma til Freys (erindi 37). Í erindi 38 vill Skírnir fá að vita hvenær hún muni láta að vilja hins frjósama guðs. Gerður svarar að eftir níu nætur muni hún hitta Frey í lundinum Barra og þar „unna“ honum „gamans“ (er indi 39). Síðasti lausamáls­ kafli kvæðisins lýsir heimferð Skírnis og fundi hans við Frey sem spyr hann tíð­ inda (erindi 40). Skírnir segir honum málalok og í síðasta erindi kvæðisins lýsir Freyr óþolinmæði sinni eftir fund­ inum við Gerði: „Löng er nótt, / langar eru tvær, / hve um þreyjag þrjár? / Oft mér mánaður / minni þótti / en sjá hálf hýnótt.“ Hér endar kvæðið og við fáum því ekkert að vita um hvernig fundi þeirra Gerðar og Freys lyktaði. Mismunandi túlkanir Margvíslegar túlkanir hafa komið fram á Skírnismálum, enda kvæðið „heillandi og opið til túlkunar“ eins og Gerður Kristný orðar það í viðtali á vef Sögueyj­ unnar Íslands.4 Í útgáfu Máls og menn­ ingar á Eddukvæðum frá 1998 hníga skýringar Skírnismála að því að hér geti verið um að ræða táknrænt kvæði sem tengist frjósemisblóti.5 Terry Gunnell er einnig hallur undir slíka skýringu og telur að texti kvæðisins hafi tengst leik­ rænum flutningi, eins og áður er nefnt.6 Sé kvæðið túlkað á þennan veg er Gerð­ ur hér í hlutverki jarðarinnar sem frjó­ semisguðinn Freyr þarf að frjógva svo ávextir jarðarinnar spretti. Skírnir er þá í hlutverki sólarinnar sem vekur gróður­ inn. Benda má þó á að í textanum sjálf­ um eru engin atriði sem byggja beint undir slíkan lestur, til að mynda er hvergi vísað til ófrjósemi jarðar eða yfirvofandi uppsprettubrests láti Gerður ekki að vilja Freys. Erfitt er einnig að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.