Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 58
G u n n a r M á r H a u k s s o n 58 TMM 2011 · 2 fluttist til Kaupmannahafnar og bjó þar í fimm ár áður en hún fluttist heim til Íslands. Á árum Jóhanns í Leipzig var þar hópur Íslendinga við nám. Má þar nefna Kristin E. Andrésson, Arnfinn Jónsson, Matthías Jónasson auk Hauks Þorleifssonar. Þar voru einnig tónskáldin Páll Ísólfsson og Jón Leifs. Ingi Bogi Bogason cand mag. hefur rakið heimildir um veru Jóhanns í Þýskalandi. Í Skírni (165. ár, vor 1991) er mjög áhugaverð grein eftir Inga Boga sem nefnist „Til að mála yfir litleysi daganna, Söknuður – um ljóðið, skáldið og expressjónisma“. Ingi Bogi hefur fundið talsverð tengsl Jóhanns við þýsk skáld og bókmenntafrömuði. Sérstaklega nefnir hann mikinn vinskap við skáldið Gustav Wolf, þeir Jóhann hafi skynjað listræna hæfileika hvor annars og átt gott samstarf, m.a. hafi Gustaf þýtt einhver ljóð Jóhanns og annarra íslenskra skálda og þeir hafi staðið saman að upplestri á íslenskum ljóðum í Leipzig. Inga Boga til mikillar furðu finnur hann engin merki um að Jóhann hafi verið skráður til náms í háskólum í Leipzig eða Berlín, þrátt fyrir að vinir Jóhanns, þeir Halldór Laxness, Kristinn E. Andrésson, Skúli Þórðarson og Gustav Wolf, segi allir að hann hafa stundað nám við skóla í þessum borgum. Ingi Bogi getur sér þess til að hann hafi verið óreglulegur nemandi og að hafi haft meiri áhuga á bókmenntunum sjálfum en greiningu háfleygra prófessora á þeim. Kristinn E. Andrésson skrifaði merka minningargrein um Jóhann sem birtust í Morgunblaðinu 13. september 1932. Þar segir meðal annars: Hver var Jóhann Jónsson? Hið ytra: Fátækur íslenskur sjómannssonur er fór mentaveginn, varð stúdent, sigldi – og kom ekki heim aftur, orti nokkur kvæði í skóla, birti örfá ljóð og smágreinar í tímaritum, þýddi eina skáldsögu Gunnars Gunnarssonar á þýsku, dó á besta aldri frá hálfsaminni ljóðabók, hálfsömdum sögum, próflaus, emb­ ættislaus, berklaveikur, umkomulaus suður í Leipzig í Þýskalandi. Hið innra: Þyrst sál, er þráði vöxt og fullkomnun, íslenskt orð, er þráði að lifa í minni þjóðar sinnar, lifandi ljóð er þráði vandaðasta og fegursta málbúning, leiftrandi skáldsál, er þráði eilífð sína í verki, blossandi tignarandi, sem töfraði alla, er honum kyntust, auðugt líf sem blakti á skari dauðans – og slokknaði hálfbrunnið í gjósti kaldrar ævi. Á sömu síðu í Morgunblaðinu birtist kvæðið „Söknuður“. Eins og áður er sagt skrifaði faðir minn minningarorð um Jóhann sem birtust í Morgunblaðinu 5. október 1932. Þar segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.