Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 124
D ó m a r u m b æ k u r 124 TMM 2011 · 2 ansi nákvæmar upplýsingar Jennýjar af væntanlegum atburðum (og á hvaða síðu þeir muni birtast) og afleiðingum þeirra, svo og því að hún viðurkennir að hún sé í raun þekktur glæpasagnahöf­ undur sem gefið hefur út undir dul­ nefni, þá er hætt við að upp komi sá kvittur að sagan sé í raun öll uppdiktuð af þessari Jennýju, að hún sé ekki sögu­ maður heldur höfundur (eða ‘höfund­ ur’). En bíðum við, á einum stað virðist Jenný missa tökin á skapnaði sínum en það er þegar kemur að skipinu sjálfu, sem á margan hátt er þungamiðja verks­ ins. Þeir Jón og Örn ferðast sumsé með skipi til Hull vegna flughræðslu þess síðarnefnda og Jenný lýsir því yfir að hún sé alls ekki viss um hverskonar skip þetta er. Það er í sjálfu sér grunsamlegt en ekki batnar staðan þegar í ljós kemur að hún skilur heldur ekki vel af hverju skipið er á þessari leið og enn síður afhverju það bara bíður í höfn eftir heimför þeirra félaga (sem komast aftur heim öfugt við Sturlu Jón, enda er aðkoman að Reykjavíkurhöfn ein af lykil senum bókarinnar). Skipstjórinn gantast með þetta: „eitthvað um þá ein­ kennilegu ákvörðun skipafélagsins að „geyma dallinn tæpa viku í höfn, eins og hann væri í einhverri sóttkví““15 en Jenný er dálítið áhyggjufull: „Gæti hugs­ ast að það sé ég, Jenný, sem ræð því hversu lengi skipið liggur óhreyft við bryggju? Sá langi tími þjónar auðvitað engu öðru en því sem á sér stað í lífi Arnar og Jóns“.16 Hér getur lesandi ekki annað en velt fyrir sér hver sé í raun að segja söguna, eða réttara sagt búa hana til, og hvort mögulega standi einhver ‘höfundur’ á bakvið söguna og geti hve­ nær sem er tekið fram fyrir hendurnar á Jennýju og fyrirskipað atburði, eða atburðaleysi, eins og að láta heilt skip, með manni og mús, bíða tæpa viku í höfn. Er þetta þá kannski alltsaman dæmi um fyrrgreint „notagildi skáld­ skaparins: að styðja við lífið í því verk­ efni að hanna atburðarás þess“?17 Því skáldskapurinn er alltumvefjandi í Handritinu og spinnst stöðugt saman við lífið. Þeir Jón og Örn byggja kvik­ myndahandrit sitt til dæmis á dagblaða­ frétt af óvæntum fundi útrásarvíkinga með heimsfrægum leikara og tengja eft­ irminnilegu uppnámi á veitingahúsi sem þeir félagar hafa sjálfir upplifað. Í handritinu á hinn heimsfrægi leikari, eða persónan sem hann leikur, sem er líka heimsfrægur leikari, að deyja í upp­ námi á veitingahúsi. Þetta uppnám tekur síðan stöðugum breytingum eftir því sem þeir heyra fleiri sögur af upp­ námum á veitingahúsum og lenda sjálfir í slíkum. Í raun má segja að Handritið virki eins og einskonar samloka, eða hálfmánakaka, því í ljós kemur að ýmsir atburðir í síðari hluta bókarinnar elta uppi atburði í kvikmyndahandriti Jóns og Arnar, sem, merkilegt nokk, fjallar meðal annars um föðurarf. Og líkt og ekkert verður úr heimsókn Sturlu Jóns á ljóðahátíðina verður ekkert úr neinu í Handritinu, síst af öllu hand­ ritinu sjálfu. Þeir félagar, rígbundnir í útúrdúra Jennýar og að auki háðir kóf­ drukknum frænkum Arnar, lenda í eins konar þeytivindu atburða sem drep­ ur öllu vandlega á dreif og því fæst hvorki botn í föðurarfinn né kvikmynd­ ina. Það fæst ekki einu sinni botn í margboðað morð á fyrstu síðum bókar­ innar, því Jenný neitar skyndilega allri vitneskju um hvort yfirhöfuð af því verður.18 „Að hanna atburðarás lífsins“ Það er því alveg ljóst að ef skáldskapur­ inn á að hanna atburðarás lífsins þá er það líf allsundurlaust, allavega ef Bragi Ólafsson er höfundurinn. Í fræðum sem snúa að æviskrifum er það viðtekið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.