Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 48
G u n n a r M á r H a u k s s o n 48 TMM 2011 · 2 Ekki þarf að velkjast í vafa um það hve djúpstæð áhrif Jóhann hefur haft á Halldór. Í bók hans Vettvangur dagsins er skáldleg frásögn sem minnir nokkuð á söguna „Jón í Brauðhúsum“. Þar segir: Tveir félagar hans höfðu hlustað á hann segja frá heila nótt, og um morguninn er þeir gengu heim spurðu þeir hvor annan: Ef við sjáum Jóhann nú aldrei framar, en verðum gamlir menn og höfum gleymt öllu sem hann hefur sagt okkur, – hvað er það í fari hans, sem við mundum þá minnast lengst ? Annar svaraði: Handtakið. Hinn sagði: Blærinn á röddinni. (Vettvangur dagsins, 1942, bls. 275–276) Ég leyfi mér að álykta að þarna hafi þeir verið Halldór Laxness og Haukur Þorleifsson á kvöldgöngu. Mér bárust í hendur nokkur bréf föður míns til Stefáns Pjeturssonar sem þá var við nám í Berlín. Þar uppgötva ég að heimilisfangið er Körnerstrasse 14, Leipzig. Sem sagt í sama húsi og Jóhann. Með þessum bréfum er póstkort sem því miður er ekki dagsett en er greinilega skrifað um vorið 1932. Þar skrifar pabbi: Jeg ætlaði mjer eins og þú vissir að koma aftur til Berlin og halda þar áfram námi. Nú hefi jeg breytt þessu áformi mínu og ætla að dvelja hjer í Leipzig í sumar. Jeg geri það aðallega fyrir beiðni Jóhanns sem altaf er töluvert veikur, en þó á batavegi. Því miður kom batinn ekki og Jóhann lést 1. september 1932. Við vinnu mína við að koma saman kverinu, sem varð upphaf þessa alls, fór að berast upp í hendur mínar ýmislegt óvænt efni. Í dóti frá pabba blasti við mér lítil kompa sem ég hafði litla athygli veitt. Fremst í henni stóð: Gjöf frá Jóhanni Jónssyni 9. júní 1931. Á einni blaðsíðunni stendur dagsetningin 1. sept. 32 og tíminn kl. 4 ½ . Þetta er andlátsdagur og sennilega andlátsstund Jóhanns. Svo er miði með þessum heimilis­ föngum: Þorsteinn Jónsson, Hverfisgata 58A, Nikólína Árnadóttir, Laugaveg 79, Steinunn Kristjánsdóttir, Ólafsvík, Snæfellsnesi, Ísland. Þetta munu vera þau sem hann hefur þurft að senda skeyti um andlát Jóhanns, þ.e. Þorsteinn hálfbróðir hans, Nikólína Árnadóttir fyrr­ verandi eiginkona2 og Steinunn móðir hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.