Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 120
D ó m a r u m b æ k u r 120 TMM 2011 · 2 skáldskap, frá ljóði yfir í prósa. Inn í söguna blandast minningar Sturlu Jóns um látinn frænda sinn, Jónas Hall­ munds son, en sá hafði fargað sér ungur að aldri og áfengissjúkur. Ástæð an fyrir þessum minningum um Jónas verður ljós þegar á líður söguna en þegar Sturla er kominn til Vilníus segir faðir hans, Jón Magnússon, syni sínum frá því að fram hafi komið ásakanir um að ljóða­ bók Sturlu Jóns, fullyrðingar, sé stolin, að mestu byggð á óútgefnu handriti Jón­ asar. Símtal þeirra feðga um þetta mál á sér stað á veitingastað en eftir að Jón hefur lesið fréttina um meintan ritstuld Sturlu fyrir son sinn uppgötvar ljóð­ skáldið að nýja fína frakkanum hans hefur verið stolið. Stuttu síðar stelur Sturla Jón svo sjálfur álíka frakka á öðru veitingahúsi og staðfestir þannig þjófnað sinn á ljóðum Jónasar – það að ganga í frakka annars manns samsvarar því að gerast sá maður á einhvern hátt, og því spegla ritstuldurinn (það að gefa ljóð annars út sem sín eigin) og frakka­ stuldurinn hvor annan. Sendiherrann er því að vissu leyti tví­ farasaga, saga um klofið sjálf, Sturlu Jón ljóðskáld, sem stelur ljóðum annars, og hinn nýja Sturlu Jón prósahöfund, sem stelur frakka og kemur ekki heim frá ljóðahátíðinni heldur flytur til Hvíta­ rússlands. Þetta kemur ennfremur fram í greinunum tveimur sem hann skrifar um ljóðahátíðina. Aðra greinina semur hann áður en hann fer af stað, og sýnir hún slíkar samkomur í fremur háðug­ legu ljósi, en hin er skrifuð frá Litháen og þar birtist fremur upphafin sýn á mátt ljóðsins. Ritstjóra menningartíma­ ritsins sem á að vera vettvangur grein­ anna líst mun betur á þá síðari en hins­ vegar er sú fyrri mun nær upplifun Sturlu af hátíðinni. Þótt Sturla efist um gæði fyrri greinarinnar eftir því sem líður á bókina þá er hann í fyrstu upp­ hafinn af eigin sköpun og sér skrifin sem „uppgjör“ sitt „við ljóðlistina“ og vísi „að því sem framundan væri“, auk þess að vera „sanngjörn og vingjarnleg greining á ástandi ljóðlistarinnar í nútímanum“.5 Allt þetta snýr svo að þeirri stöðugu umræðu um skáldskap sem á sér stað í Sendiherranum. Umfjöllunin um stöðu ljóðsins er augljós. Ekki aðeins hvað varðar Sturlu Jón sjálfan heldur hina þjófstolnu bók hans sem var á sínum tíma samin ljóðinu til háðungar, af hinum unga og róttæka Jónasi sem stel­ ur sjálfur línum héðan og þaðan úr vin­ sælum skáldskap síns tíma (um miðjan áttunda áratuginn). Með þessu móti kemur Bragi á framfæri ísmeygilegri gagnrýni á heim skálda og skáldskapar sem tekur sig stundum of alvarlega. Sú gagnrýni er þó aldrei einföld eða hrein, því jafnhliða íróníunni er sagan þunga­ vigtarverk hvað varðar ‘úttekt’ á stöðu skáldskapar í kjölfar innrásar póstmód­ ernismans og þá sérstaklega hvað varðar samspil skáldskapar við (eigin) veru­ leika og annan skáldskap. Þannig sér Sturla ýmsa atburði fyrir sér sem atriði í skáldsögu, eins og þegar hann hugsar til barna sinna fimm og „staðnæmist eitt andartak og reynir að sjá þau fyrir sér á sama hátt og alvitur höfundur raunsæis­ legrar skáldsögu myndi gera, hefði hann ákveðið að lýsa sonum og dætrum Sturlu Jóns“.6 Á þennan hátt tekst Braga að koma að sjónarhorni hins alvitra höf­ undar raunsæisskáldsögu og um leið dregur hann athygli lesandans að því hvers konar verk hann er að lesa. Og hverskonar verk er lesandi Sendi- herrans með í höndunum? Því er ekki gott að svara. Það ber vissulega ýmis einkenni raunsæisskáldsögu og býr meira að segja yfir nokkuð drama­ tískum hvörfum að hætti slíkra sagna, auk þess að vera einhverskonar þroska­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.