Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 45
TMM 2011 · 2 45 Gunnar Már Hauksson Jóhann Jónsson skáld Jóhann Jónsson skáld hefur verið mér hugleikinn frá æsku. Faðir minn Haukur Þorleifsson dýrkaði Jóhann og las oft upphátt fyrir sjálfan sig úr kvæðasafni hans. Mörg þessara kvæða meðtók ég óafvitað sem barn en þau opinberuðust mér svo aftur þegar ég fór að lesa þau sjálfur. Mér var því sönn ánægja að fá að lesa ljóð Jóhanns inn á hljóð­ bókavefinn hlusta.is en þar var Jóhann valinn „skáld mánaðarins“ og því fylgdi kynning á Bókasafni Seltjarnarness. Ég var beðinn um að aðstoða við að safna efni í dálítið kver sem gefið var út í tengslum við kynninguna. Ég féllst á það enda þótt ég hafi nú ekki stundað fræðistörf um dagana. Þetta litla verkefni hefur svo undið ótrúlega upp á sig og er þessi grein einn angi af því. Fyrsta verk mitt við öflun efnis fyrir kverið var að sjálfsögðu að lesa það sem Halldór Kiljan Laxness skrifar um Jóhann. Við eigum það fyrst og fremst Halldóri að þakka að við höfum nokkuð heillega mynd af skáldinu og persónunni Jóhanni Jónssyni. Hjá honum er víða að finna heillandi lýsingar allt frá því að Halldór kynnist ljóðinu „Hafið dreymir“ 17 ára gamall og til þess er hann kveður Jóhann tveimur dögum fyrir andlát hans. Að sjálfsögðu nýtti ég ekki nema lítið af því efni sem fyrirfinnst um Jóhann. Til dæmis kom út árið 1992 bókin Undarlegt er líf mitt sem hefur að geyma bréf Jóhanns til sr. Friðriks A. Friðrikssonar á Húsavík. Elín Thorarensen gaf út hugljúfa bók um samband þeirra Jóhanns en þau köll­ uðu hvort annað Angantý og Brynhildi. Einnig má nefna greinaflokk sem Óskar Guðmundsson birti í Alþýðublaðinu 1997 þar sem ævi Jóhanns er rakin. Jóhann átti stóran vinahóp í Leipzig, bæði Íslendinga sem voru við nám í Þýskalandi og svo þýska mennta­ og listamenn. Af Íslendingunum má nefna Kristin E. Andrésson, Skúla Þórðarson og Arnfinn Jónsson. Þeir létu eftir sig ýmsar heimildir um samskipti sín við Jóhann. Allt þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.