Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 29
Í þá g u f r a m v i n d u m a n n k y n s i n s TMM 2011 · 2 29 Sigfússyni. Fyrri helmingur annars hluta „The Dry Salvages“ saman­ stendur af sex sexhendum þar sem hver lína rímar við samsvarandi línu í hinum erindunum. Í öðrum hluta „Little Gidding“ er svo jafnvel bætt um betur með því að nota þríhendu (tersínu) og hefur því verið haldið fram að þessi kafli sé „sá tæknilega stórfenglegasti í öllu höfundarverki Eliots, og einn sá ríkasti að merkingaraukum“.43 Formið er óbein vísun í Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante og má því segja að sá alþjóðlegi vísanaheimur sem hafði sett svo sterkan svip á The Waste Land sé ekki með öllu fjarri í Four Quartets þótt ekki séu þar tilvitnanir á forngrísku eða sanskrít.44 Í Sprekum á eldinn eru tvö háttbundin ljóð og hafa þau bæði verið nefnd hér að framan: „Ættjarðarkvæði“ (fyrsta ljóð bókarinnar) og „Landnám í nýjum heimi“ (síðasta ljóð bókarinnar). Hið fyrra er ort undir dróttkvæðum hætti og má því hæglega túlka það sem tilraun til þess að höfða til þjóðerniskenndar lesandans. Á þeim tíma sem Sprek á eldinn kom út var enn langt í land með að íslenska þjóðin hefði viðurkennt órímuð ljóð til fullnustu sem raunverulegan kveðskap. Blöndun Hannesar er kannski hugsuð sem sáttagjörð á milli nýja ljóð­ formsins og hefðbundinna bragarhátta. Í eldri ljóðum hans er reyndar að finna tengsl við hefðbundinn, þjóðlegan kveðskap, til dæmis með samsvarandi orðavali eins og sjá má á þessum hliðstæðu dæmum: Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn Fast reru þeir er hafa sjóinn sótt og sækja hann enn.45 Til glöggvunar á því hvernig þessi tvö skáld, T.S. Eliot og Hannes Sigfús­ son, vinna úr þekktum stærðum úr bókmenntasögunni má bera saman tvo kafla úr verkum þeirra, annars vegar fjórða hlutann úr „East Coker“ og hins vegar fimmta hlutann úr „Viðtölum og eintölum“. Í báðum þessum hlutum er lagt út af krossfestingu frelsarans. Allir kvartettarnir fjórir í Four Quartets eiga það sameiginlegt að fjórði hluti hvers og eins er lýrískt millispil, trúarleg hugvekja eða bæn. Fjórðu hlutar kvartettanna eru styttri en aðrir en fjórði hlutinn í „East Coker“ er þó sýnu lengstur. Eliot mun hafa talið þennan hluta sérstaklega vel heppnaðan og sagt að hann væri „á vissan hátt kjarni málsins“.46 Þar er jörðinni líkt við spítala sem rekinn er fyrir fé gjald­ þrota milljónamærings: „The whole earth is our hospital/Endowed by the ruined millionaire“. Mannkynið er í vist á þessum spítala og þeir sem farnast vel munu deyja úr föðurást: „… we shall/Die of the absolute paternal care/That will not leave us, but prevents us every where“.47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.