Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 129 fallast á að hinn ofbeldisfulli Skírnir sé sólartákn (þar er vísað í að nafn hans þýði „hinn bjarti“ eða „sá sem skín“) og í myndmáli kvæðisins er það Gerður sjálf sem hefur arma sem „lýstu / en þaðan / allt loft og lögur“ (erindi 6). Hins vegar er þessi túlkun notuð til að afsaka framferði Skírnis; hann þurfi að beita hörku eigi gróður jarðar að spretta.7 Í frásögn Snorra-Eddu af þessum atburðum er heldur ekkert minnst á við­ hald frjósemi í sambandi við fund Gerð­ ar og Freys. Snorri túlkar Skírnismál hins vegar sem bónorðsför og þegir alveg yfir þeim ofbeldishótunum sem stærsti hluti kvæðisins lýsir. Um sam­ skipti Skírnis og Gerðar segir Snorri, stutt og laggott: „Þá fór Skírnir ok bað honum konunnar ok fekk heit hennar.“8 Til að styðja lestur sinn leggur Snorri Frey í munn þessi orð sem hann mælir til Skírnis: „– ok nú skaltu fara ok biðja hennar mér til handa ok hafa hana heim hingat, hvárt er faðir hennar vill eða eigi, ok skal ek þat vel launa þér.“9 Segja má að Snorri ítreki það karlaveldi sem kvæðið lýsir þegar hann bætir við frá eigin brjósti: „hvárt er faðir hennar vill eða eigi“; vilji Gerðar kemur ekki til álita hér og þessi orð Snorra eru ekki heldur í neinu samhengi við kvæðið því þar kemur faðir Gerðar aldrei við sögu, nema þegar Skírnir hótar Gerði að drepa hann. Það er hún sjálf sem býður Skírni í sín salarkynni til viðræðna. Vilji er hins vegar eitt af grundvallarstefjum Skírnismála ef rýnt er í ljóðmálið, enda fjallar kvæðið um það hvernig vilji Gerðar er brotinn á bak aftur.10 Í túlkun Snorra Sturlusonar verða Skírnismál að „ástakvæði“ og hafa fleiri túlkendur fallist á þann lestur.11 Helga Kress sér kvæðið hins vegar sem lýsingu á „brúðarráni“ og hún sér tilraun Freys til „að komast yfir jötnamey“ einnig sem lýsingu á „manndómsraun á leið [Freys] til karlmennsku og viðurkenn­ ingar í samfélagi karla“.12 Það má þó segja að lítill karlmennskubragur sé á því að senda skósvein sinn til að ná í jötnameyjuna í stað þess að fara í þá hættuför sjálfur. Þá bendir Helga á að Skírnismál fjalli „um kynferðislegt ofbeldi“ og vekur athygli á því hversu blindir karlkyns túlkendur kvæðisins hafi verið á þann þátt þess. Gerðarmál Segja má að túlkun Gerðar Kristnýjar á Skírnismálum sé samhljóða túlkun Helgu Kress að því leyti að í Blóðhófni er lýst brúðarráni og kynferðislegu ofbeldi. En Gerður Kristný notfærir sér ekki eingöngu þann efnivið sem er til staðar í Skírnismálum heldur spinnur hún söguna áfram og ljóðabálkurinn fjallar líka um það sem gerist eftir að Gerður Gymisdóttir er gefin Frey nauð­ ug. Undir lok bálksins er síðan vísað fram til ragnaraka og sett fram sterk og óvænt sýn á þau. Eins og komið er fram hefur Skírnir orðið í stærstum hluta Skírnismála, hann talar í 26 erindum af 42. Í Blóðhófni er það hins vegar aðeins Gerður sjálf sem mælir og fer því ágæt­ lega á að tala um bálkinn sem „Gerðar­ mál“ til að undirstrika að ljóðabálkur­ inn í heild er kröftug mótmynd við texta eddukvæðisins. Ég tek fram að hér er ég alls ekki að reyna að betrumbæta titil ljóðabókarinnar – sem er mjög flottur – heldur bara að ítreka að hér fær jötna­ meyjan að segja sína sögu, hún er ljóð­ mælandi verksins. Blóðhófni mætti skipta upp í fimm hluta sem aðskildir eru í bókinni með stílhreinum teikningum af hringlaga formi sem vísar í skreytilist víkingaald­ ar og efni ljóðanna. Upphafsorð ljóða­ bálksins, „Minningar“, vísar til þess að ljóðmælandinn er að rifja upp sögu sína.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.