Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 99
„ É g h e f þ ö r f f y r i r a ð j a g a s t í r a u n v e r u l e i k a n u m …“ TMM 2011 · 2 99 Ég heyri í þyrluspöðum og skömmu síðar gengur þú inní höllina með skjalatösku, segir mér að hætta að slóra og fara út að versla skinku. Geng um eyðimörkina með sporðdreka hangandi á hásinunum einsog spora. Höllin bylgjast í hitanum. Sólin logandi eldhnöttur virðist nálg­ ast mig á ógnarhraða en er þó alltaf á sama stað. Lærin eru sveitt og dökkbrún. Ég horfi á þau hníga og falla á víxl. Ég finn hvergi súpermarkaðinn en vill ekki gefast upp á að leita. Þegar þú finnur mig daginn eftir er ég sokkin til hálfs í sandinn og svarbrúnn þriðjastigsbruni lekur í taumum niður ennið.9 „Þegar ég skrifaði bókina bjó ég í útjaðri Granada með norskum mynd­ listarmanni sem hét Simen Dyrhaug. Hann var að fást við myndlist og ég var stundum að teikna með honum en fyrst og fremst var ég að skrifa Húðlita auðnina. Við bjuggum í útjaðri borgarinnar, rétt við eyðimörkina, og stundum fórum við út í hana. Ég varð alltaf hrædd því hún var svo óhugnanleg; maður missir algjörlega áttirnar og til­ finninguna fyrir fjarlægðum, svo bætast við hljóðin í skordýrunum og hitinn. Samt vorum við alltaf að mana hvort annað upp í að fara lengra og lengra út í hana. Milli blokkarinnar sem við bjuggum í og eyðimerkurinnar voru hellar þar sem bjó fólk og einn daginn fundum við yfirgefinn helli þar sem fjölskylda hafði búið en svo bara yfirgefið og skilið allt eftir. Simen gerði innsetningu þar; útbjó batik í baðkarinu og til varð eins konar batik­landslag sem kemur fyrir í síðasta prósa bókarinnar: „… þú ert batíkfljótið, uppsprettan“.10 Og eftir á að hyggja þá finnst mér eins og ég hafi verið að miðla hans myndlist í bókinni, þau element sem eru í bókinni eru okkar beggja.“ Þó að Húðlit auðnin sé um margt framandlegur texti þá má segja að Kristín vinni með stef sem lesendur verka hennar kannast við; áhersla er lögð á líkamann, vessa hans og viðkvæma staði, ljóðmælandi er næmur á liti og áferð hluta og lýst er samböndum fólks sem einkennast af drottnun og undirgefni … „Ég hef alltaf séð Kjötbæinn og Húðlita auðnina sem systur; valda­ baráttan og ofbeldið hanga saman við ógnina og kvíðann. Úr mynd­ listinni kemur sú afstaða að líta á umhverfið sem teikningar og mynd­ listin notar dulmál til að ná sambandi við okkur, ekki endilega með röklegum hætti heldur talar hún til magans alveg eins og heilans. En það er ekkert form sem er saklaust, ég get ekki gert mynd sem táknar ekkert og orð eru teikningar; þau eru línur á pappír og hver lesandi býr sér til úr þeim sína mynd í höfðinu og þar af leiðandi eru orð ekki heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.