Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 47
J ó h a n n J ó n s s o n s k á l d TMM 2011 · 2 47 son. Eina heimildin sem ég fann var í ævisögu Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Þar segir: Á kvöldin var farið á krár eða kaffihús, stundum með Hauki Þorleifssyni, síðar bankaritara, sem var við nám í Leipzig, eða í heimsókn til Jóhanns Jónssonar og Elísabetar Göhlsdorf. Halldór hafði kynnst Hauki vorið 1931 í Leipzig og fór mikið út með honum á kvöldin. (Halldór Laxness – ævisaga, bls. 304) Vitnað er í bréf Halldórs til Ingu Laxness: Hann er ákaflega elskulegur úngur maður, mjög intelligent, stúderar matematik við háskólann, afar mikill séntilmaður og kommúnisti af fínustu tegund. (Hall- dór Laxness – ævisaga, bls. 304) Jóhann hlýtur að hafa verið hrífandi persóna og borið með sér mikla persónutöfra. Faðir minn talaði um hann nánast sem guðlega veru. Og í samtali við Þorgeir Þorgeirson lýsir Líney Jóhannsdóttir því þegar frú Göhlsdorf talaði um Jóhann: … [þá] fór hún ævinlega að stara fram fyrir sig eins og í leiðslu. Og frásögnin var mikið í hálfkveðnum setningum eins og hún gleymdi sér í minningunum og vissi ekki af mér að hlusta.“ („Konan sem færði okkur skáldið“, TMM 1978, bls. 277–280) Víða í bókum Halldórs Laxness koma fram lýsingar á því hvernig Jóhann heillar fólk. Sérlega minnisstæð er lýsingin á því í Grikklands- árinu þegar hann les upp í Iðnó. Þar segir: Oftar en einusinni sá ég þennan listamann fara útaf sviðinu, en áheyrendur sitja eftir í bersýnilegri geðshræríngu, margir í tárum. Og ekki bætti úr skák þegar hann lét tilleiðast að birtast aftur með hnyklaðar brúnir og munnvikin niðurdregin, vó sig áfram á staurfætinum mót áheyrendum á nýaleik og settist næstum örmagnaður á lausatröppu sem skemtikraftarnir í númerinu á undan höfðu gleymt að taka burt, lofaði klappinu enn að dynja um stund uns hann strauk hárið frá enninu þjáður, og tók að rifja upp Betlikellínguna eftir Gest Pálsson ofaná alt saman; þetta kom fyrst með dálitlum erfiðismunum líkt og hann myndi textann ekki alminlega, en þó rataði hann von bráðar á öll þau orð með réttu álagi á réttum stað og í réttu andartaki sem kvæðið krefst í mynd sinni af algerri mannlegri eymd. Þögnin í salnum var fullkomin einsog hún getur aðeins orðið í leikhúsum heimsins. Og þegar síðasta orði var lokið, orði lausnarinnar, kanski orði dauðans, hófst lófatak með andvörpum og ópum og fagnaðarkveinum sem ég hef ekki heyrt djúpsettari í öðrum leikhúsum. (Grikk- landsárið, 1980, bls. 61–62)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.