Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 121 saga en jafnframt snýr sagan öllum við­ miðum raunsæislegs skáldskapar á haus, ekki síst sjálfum söguþræðinum eða sögufléttunni. Það sem kannski ein­ kennir Sendiherrann um fram allt sem skáldsögu er að þetta er saga um eitt­ hvað sem ekki gerist því skáldið fer aldrei á ljóðahátíðina. Hann lítur reynd­ ar örstutt við en stendur þá í fyrstu við barinn og er svo um stund inni í mat­ salnum, áður en hann tekur rútuna til baka til Vilníus. Sömuleiðis er ferðin sjálf vandkvæðum bundin, því Sturla kemur aldrei til baka. Hann fer til Hvítarússlands en það er ekki að sjá að sú ferð sé á neinn hátt upphaf að ein­ hverju nýju, heldur fyrst og fremst flótti frá því gamla, ritstuldinum og ýmsu öðru óþægilegu sem kemur upp á þeim tíma sem Sturla er í Litháen. Segja mætti því að skáldsagan Sendi- herrann fjalli öðrum þræði um það hvernig ber að forðast söguþráð eða sögufléttu, með því að hörfa skipulega undan öllu því sem gefur til kynna rök­ rétta framvindu og ríghalda sér í það að standa í stað, jafnvel fara afturábak, sniðganga atburði sem kalla á átök og halla sér að flöskunni ef allt annað þrýt­ ur. Enda sannfærist faðir Sturlu Jóns, Jón Magnússon, um að sonur hans sé kófdrukkinn þegar ljóðskáldið hefur lýst fyrir honum, „sérkennilegri atburðarás í tengslum við frakkastuldinn, ljóðahátíð­ ina í Litháen og samdrátt hans og skáld­ konunnar“.7 Hið óendanlega handrit8 Það vantar hvorki áfengi í Handritinu né skort á sögufléttu. Í grunninn er sagan einföld, tveir tæplega sjötugir karlar sigla til Englands til að sækja föð­ urarf annars og skrifa kvikmyndahand­ rit. Þó er ekkert einfalt við Handritið, eins og kemur strax í ljós í titlinum, því hér hefur sú list að forðast framvindu sem einkenndi Sendiherrann tekið á sig alveg nýja mynd í krafti sögukonunnar Jennýjar Alexson sem virðist gersamlega ómögulegt að halda sig við efnið og fyll­ ir söguna linnulausum útúrdúrum sem stundum eru útúrdúrar úr útúrdúrum. Einu sinni las ég dáldið skemmtilega fræðilega útlistun á því hvernig óreiða er fyrirbæri sem vindur ævinlega uppá sig. Óreiða er ástand sem stigmagnast ef ekki er gripið inní og málin tekin föst­ um tökum, á endanum tekur hún yfir og gleypir heiminn.9 Þetta var reyndar kenning um fanta síubókmenntir sem eru svona almennt séð nokkuð fjarlægar bókum Braga Ólafssonar en samt á þessi lýsing nokkuð vel við Handritið, því auk þeirrar tilvistarlegu fantasíu sem birtist í kvikmyndahandritinu sjálfu þá er form raunsæisskáldsögunnar sent svo langt út í móa útúrdúranna að það hefur í raun hverfst yfir í andstæðu sína, fantasíuna. Eitt af því sem gerir söguna fantastíska, eða ævintýralega, er einmitt það að það er ekki einu sinni alveg ljóst hver er höf­ undur hennar, eða réttara sagt, hver segir hana, hverjum og hversvegna. Þó eru í það minnsta tveir höfundar skrif­ aðir fyrir henni, Jenný Alexson og Bragi Ólafsson. Margir lesendur kannast væntanlega við frásagnaraðferðina frá líflegum kvöldverðarumræðum (eða umræðum í hverskyns líflegum félags­ skap), þarsem sagðar eru linnulausar sögur, oft hafðar eftir einhverjum öðrum, ævinlega brotnar upp af inn­ skotum og aukaatriðum, hliðarsporum og skyndilegum vangaveltum eða hug­ dettum. Sögurnar spinna sig að því er virðist sjálfkrafa áfram einsog einhvers­ konar lífvera, einhver úr hópnum kann­ ast við einhvern aðila úr sögunni, flókin tengsl myndast og flækjast enn frekar. Fyrr en varir leysist sagan upp í frum­ eindir sínar, enginn man lengur hver er að segja hana, því allir taka þátt og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.