Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 8
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 8 TMM 2011 · 2 Rauðum augum sem glóa eins og blóðdropar um nótt þegar máninn lýkur upp frosnu silfurauga sínu og hlær tilfinningalausum hlátri.3 Í þessu prósaljóði má sjá hve þroskaður listamaður Thor er þegar orðinn í sinni fyrstu bók og hve fjölhæfur: sagnaskáld sem sjaldan sleppir taki á ljóðinu og tónlist þess, og býr hér jafnframt til myndverk sem form­ lega gæti staðið sjálfstætt. Og þó ekki, því að það titrar af hjartslætti. Blóðdropinn lætur ekki að sér hæða, og hann glóir í augum sálarinnar sem þar með endurheimtir líkama sinn og sér annað og öðruvísi en hið frosna silfurauga mánans. Þessi blóðdropi tengist lífi og dauða, einsemd og ást, í öðrum textum þessarar fyrstu bókar Thors og vísar líka fram til þeirrar miklu lífsólgu sem einkennir hina umfangsmeiri texta hans. Lífsólgu sem kemur ekki síst fram í leiftrandi sagnagleði. Hér nálgumst við mikla og frjóa mótsögn í skáldskap Thors. Hin móderníska róttækni hans og nýsköpun í skáldsagnagerð sprettur vissulega af sterku formskyni og vilja til að sveigja tjáningu tungumálsins undir hljómfall, myndræna sýn og byggingareiginleika sem kunna að virðast andæfa öllum venjulegum frásögnum. Samt brýst frásögnin æ og aftur upp á yfirborðið; ein saga sprettur af annarri, persónur velta sögum fyrir sér og spyrjast jafnvel fyrir um þá sögu sem þær eru staddar í. Þannig verða formgjörningur og sagnagleði samverkandi öfl í skáldheimi Thors, þótt vissulega einkennist samlíf þeirra af sviptingum og átökum. Fyrir þann sem hefur lengi velt fyrir sér eðli frásagnarinnar í verkum Thors er athyglisvert að heyra hvernig hann samdi verk sín, það er að segja hvernig þau rötuðu í hið endanlega ritaða form, því að það er vita­ skuld þáttur í umræddi „kompósisjón“. Thor lærði aldrei þann hluta handverks rithöfundarins sem felst í að slá texta með þokkalegum hraða á lyklaborð. Allt frá annarri bókinni, Dögum mannsins (1954), til Turnleikhússins (1979) sat eiginkona skáldsins, Margrét Indriðadóttir, við ritvélina og sló inn textann. Hefur það ekki verið lítil aukavinna fyrir hana, meðfram starfi á kröfuhörðum vettvangi annarsstaðar. Og framlag hennar fólst einnig í samræðum við höfundinn um ýmis fram­ setningaratriði í textanum – hún var í senn nokkurskonar ritstjóri og ritari. Síðar tók sonur Thors, Guðmundur Andri, við þessu mikilvæga „ritarastarfi“ og vann með honum að nokkrum bókum. Hér verður því ekki sagt um rithöfundinn að hann sé alltaf einn, heldur las hann fyrir og ritarinn sló inn textann. Studdist Thor þá iðulega við handskrifuð drög í áðurnefndum minnisbókum en hóf sig einnig til flugs frá þeim síðum og mælti verkið af munni fram eftir því sem það tók á sig mynd í huga hans og þannig var það fært til handrits.4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.