Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 10
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 10 TMM 2011 · 2 En má ekki líka grípa þennan þráð og nýta til að færa rök fyrir því að Thor sé einn helsti sjálfsævisagnahöfundur Íslendinga fyrr og síðar? Og benda þá, auk allra reisubókanna, á æskusöguna Raddir í garðinum (1992) og áfangastaði á lífsleið rithöfundarins í bókinni Fley og fagrar árar (1996), að ógleymdum æviskrifunum í minnisbókum skáldsins sem áður var vikið að. En þá verður fyrir mér bók sem sjaldan ber á góma í umræðum um verk Thors: Skuggar af skýjum (1977), með tveimur nóvellum og ellefu smásögum. Oftar er minnst á Foldu (1972), með sínum þremur gamansömu og satírísku nóvellum sem kallaðar eru „skýrslur“ til að hæðast að bókmenntatísku þess tíma. Þessar bækur minna á að stuttar frásagnir í ýmsu formi marka ekki aðeins upphaf og fyrsta skeið ferilsins heldur eru einn af meginþáttum hans. Sá þáttur skiptir einnig máli þegar við rýnum í skáldsögurnar (sem vissulega eru sinfóníur Thors); þar er víða saga í sögunni og jafnvel heil söfn smásagna, til dæmis í Mánasigð (1976), stærstu skáldsögu Thors þar sem tekist er á við málefni sem eru aldeilis ofarlega á baugi nú: terrorisma, samspil ofsatrúar og stjórnmála og múgsefjun. Þegar við lesum lokasíður hennar virðumst við stödd í járnbrautarlest þar sem sagan hófst og það er ýmislegt sem bendir til að sagan sé heildstæður hugarvefur manns sem er á ferð í þessari lest en á hinn bóginn tvístrar sagnagleði verksins ítrekað þessari kennd og þá virðist sem við verðum að sætta okkur við að fara frá einni „smásögu“ til annarrar – og er þá jafnvel hver innan í annarri. Skáldsagan er því í senn spengd í hringform og sprengd í brot sem lesandi reynir að fella saman. Í sögum Thors bera samræður stundum frásögnina áfram, eða kyrr setja hana, og eins eru aðstæður oft sviðsettar á leikrænan hátt og stundum raunar ýktan og yddaðan, svo að nálgast absúrdleikhúsið svo kallaða. Þótt eftir Thor liggi leikrit og óperutexti er hætt við að þeir textar falli í skuggann af ýmsum „leikþáttum“ í sagnaverkum hans. Eins kann svo að fara að með sumum lesendum Thors vegi hin sterku ljóðrænu einkenni sagna hans svo þungt að þeir gleymi að Thor birti nokkrar ljóðabækur á ferli sínum. Þær verðskulda meiri athygli en þær hafa fengið, t.d. bækurnar sem hann vann með Erni Þorsteins­ syni myndlistarmanni, þar sem myndir Arnar eru í skapandi tengslum og togstreitu við myndríkið í ljóðum Thors. Gjöful var líka samvinna þeirra Thors og Páls á Húsafelli þar sem pensilskrift Páls og handskrifuð ljóð Thors mynda oft magnaða heild. Svo eru þeir sem verður fljótt hugsað til tímaritsins Birtings þegar þeir velta fyrir sér framlagi Thors til íslenskrar menningar. Ásamt Einari Braga, Herði Ágústssyni og Jóni Óskari – og ýmsum öðrum um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.