Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 51
J ó h a n n J ó n s s o n s k á l d TMM 2011 · 2 51 reki bæði hvað varðar lýsingu á ferðinni sjálfri, hugsanagang Jóhanns á þessum tíma og stílsnilld hans. Bréfið er of langt til að birta það allt hér, en hér á eftir eru teknir saman nokkrir kaflar sem gefa nokkra mynd af ferðinni og Jóhanni sjálfum: Ég hafði símað ykkur, að ég færi 6. oktober. Það gerði ég líka. En ég gerði annað þá um leið, sem ekki er síður í frásögur færandi. Ég gifti mig ! ……… […] Masmikið get ég nú ekki sagt að það væri. Enda heppilegast þar sem slíkt fólk, eins og ég og mínir líka[r] voru annars vegar. Jú, Jóhannes, vinur ykkar, bæjarfógeti, las yfir okkur í sínum gyltasta galla einhverja vélritaða runu, sem átti að gilda sem giftingarræða. Við stóðum bæði eins og dæmd, og hlýddum á, með þeim anstændugasta svip, sem við átti. Svo var öllu slegið föstu. Ómakið borgað. Kvatt og farið. Þessi athöfn stóð einhvern tíma milli kl. 2–3. Klukkan 7 sama dag stóðum við í myrkri og hrakviðri uppi á promenaðiþylfari á „Islandinu“ og veifuðum síðustu kveðjum okkar til vinanna. Svo var þessi mikla og merkilega brúðkaupsferð hafin. Og skal nú í eftirfarandi klausum sagt nánar frá henni. Um sjóferðina verð ég fáorður. Annað er nefnilega ekki vel auðgert. Þar var hver dagurinn öðrum líkur. Oftast sólskin og hásumarveður. Farþegar, sem höfðu farið alt að því 20 sinnum til framandi landa, kváðust ekki minnast slíks ágætis veðurs, á þessari leið. Kvöldið, áður en við komum til Scotlands, er eitt hið fegursta kvöld sem hugsanlegt er að komið geti yfir úthafið. Sjórinn suðaði ofur góðlátlega við skipskinnungana rétt eins og þegar best er í honum hljóðið í júnímánuðunum heima. Hálfmáninn stráði um sjálfann sig úða af skærasta silfri, og yfir hafsbrúnina. Hærra voru stjörnurnar hver á sínum stað – og svo þetta furðulega. Sem engin stjörnubjört Októbernótt hafði boðið mér upp á fyr, heit yndisleg sunnangola um vangana og hárið. Blátt áfram heit, eins og best lætur í Júlí. Slíkar nætur er skrifandi um! Næsti dagur var sunnudagur. Hefði ég verið ýngri hefði mér sjálfsagt hlýnað um hjartaræturnar yfir því hve dularfullur og lokkandi sá dagur var. Þessi fyrsti dagur, sem ég leit augum annað land en þetta eina og fyrsta af öllum löndum. Dularfullur, segi ég, því að það var hann. Það var eins og hann væri að smátreina mér gæði sín, til þess að gera löngun mína sterkari og tilhlökkunina ofurlítið meiri, ef hægt væri. Hann var einna líkastur ærslafengnum vordegi, eftir að góð­ viðrið er að fullu búið að ná yfirtökunum. Sterkur hlýr vindur og gulleit sólmóða í lofti, hálfgagnsæ aðeins. Í gegnum þennan sólhjúp gryltum við haustbleikar strendur Scotlands. Þannig var þessi dagur hálfsagður og fullur af fyrirheitum. Á Mánudagsmorguninn láum við inni í höfn í New­Castle. Ja stórborg er eitt af því sem engin orð fá lýst. Og fárra klukkustunda dvöl, og þar að auki fyrsta við­ koma, gefur lítið efni til frásagnar. Og þó bar það fyrir augu mér þarna á þessari stuttu stund, sem skrifa mætti um heilar stórar bækur – stórar og ljótar bækur. New­Castle er iðnaðarborg. Þetta eina orð ætti að vera næg skýring á því að rita mætti ljótar bækur um það sem þar bar mér fyrir augu, því að um iðnaðarborgir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.