Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 17
M u n a ð u r s á l a r i n n a r TMM 2011 · 2 17 að Íslands ströndum í Mánasigð! Öll augun sem horfa inn á við. En líka þau sem drekka í sig umhverfið – jafnvel hið líflausa auga hestsins: dökkur punktur í hvítu landinu í Foldu (fyrstu sögunni þar). *** Svipir dagsins, og nótt. Ferðasaga Thors og frásagnir af Erasmusi. Andlitslýs­ ingar – sbr. andlitin í sögum hans. Ath. líkingar Thors, hvernig þær eiga til að snúast upp í óstýrilátt glens eða absúrdisma (bls. 99, 112). Hið þéttskipaða sjónarsvið stundum – enda er vísað í málverk H. Bosch (123). Ýkt næmi – en það er sjálft til umræðu: „Lestin vælir einsog til að slíta utan af sér aðhald þagnarinnar sem þrýstir skynjun mannsins í galdurhring hins ýkta næmis í einsamleikanum í vafureldi sem hann verður að brjótast gegnum“ (190). Sjá hvernig Thor ofkeyrir málsgreinina meðvitað – lestin brunar út úr hinni klassísku, knöppu íslensku setningargerð … og hér er kannski lykilatriði í skynjun og persónusköpun hjá Thor; þetta ýkta næmi er miðill textans en það er líka sársaukafullt og einangrandi. *** Fljótt fljótt sagði maðurinn – því sjá „hinn hámenntaða fugl sem hefur fellt fjaðrirnar, flýgur ekki meir. En hugsar nú um flugið, lifir flugið ríkar en þeir sem enn hafa vængina [… Hann] seilist í eðliskjarnann, og sér með augun aftur“ (Fljótt fljótt sagði fuglinn, 241–242). Fljótt hvað? Að njóta hins erótíska afls og unaðar? Er það hinn fleygi fugl í manninum? *** Mánasigð (49 o áfr.). Maður kemur í hús, kona leikur þar á slaghörpu tónlist sem vekur hugsun um tvo erni yfir auðu gili; „þar liggur kannski maður sem hefur hrapað til dauðs“ (52). Konan snöggeldist og hverfur, ernirnir eru yfir gilinu, maðurinn liggur þar, hafði sofnað en gengur nú á fjallið. Ath. hvernig senur, sögur, spretta fram, vaxa hver út úr annarri. *** Sakamál og saga. Sýslumaðurinn „leysir málið“ (með slíkri lausn er böndum komið á atburðarás í sakamálasögum) en um leið missir hann söguna úr höndum sér. Niðurstaðan hefur kippt vissunni undan honum. Í öskrinu springur sagan í lokapunkti sínum. Öskrið og náttúruveran (Grámosinn). *** Hefur nokkur íslenskur höfundur lýst líkamlegu samræði betur en Thor? Allt frá blíðustu erótík til hatrammrar orgíu. ***
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.