Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 9
Ve k j u m e k k i s o fa n d i d r e k a
TMM 2011 · 4 9
spáðu menn hvernig sú aukning koltvísýrings á breytt geislunarálag lofthjúps
hefði áhrif á meðalhitastig jarðar og er sú spá byggð á bestu vitneskju og þekk
ingu eins sagt er.3
Eins og Einar bendir á eru Norðmenn í siðferðislegri kreppu. Þeir vita af
skaðanum sem heimsbyggðin verður fyrir sé haldið áfram að nýta jarð
efnaeldsneyti með sama hætti og gert hefur verið undanfarna öld, en
það gæti leitt til alvarlegra umhverfisáhrifa. Þeir reyna því að friða sam
viskuna m.a. með því að dæla koltvísýringi aftur niður í berggrunninn
neðansjávar og leggja fram háar upphæðir til verndunar regnskógum í
SuðurAmeríku.
Nú er nær útilokað að þjóðir heims komi sér saman um aðgerðir sem
tryggi að hlýnun jarðar verði undir 2°C markinu. Rahmsdorf, sem Einar
nefnir, varaði einnig við þeirri hættu á umræðufundi á loftslagsráð
stefnunni í Kaupmannahöfn að stjórnmálamenn litu á 2°C hlýnun sem
metnaðarfullt markmið en sættu sig svo bak við tjöldin við 3°C hlýnun.
Rahmsdorf bendir líka á það að þótt hlýnunin héldi sig innan 2°C
marksins gæti það hæglega leitt til alvarlegra breytinga á lífríki jarðar
eins og sjáist glögglega af þeim áhrifum sem 0,7°C aukning hefur þegar
valdið: „Af þessum sökum tel ég 2°C hlýnunina ekki örugga. Í morgun
dró John Schellnhuber þetta fram með því að spyrja hvort „rússnesk
rúlletta væri ekki hættuleg?“ Í rússneskri rúllettu eru líkurnar á því að
eitthvað hræðilegt gerist einn á móti sex. Ef við förum upp í 2°C eru
líkurnar á mjög alvarlegum afleiðingum líklega meiri.“4
Fræðilegar forsendur 2°C marksins hafa víða verið gagnrýndar. Slíkt
gerði t.d. landfræðingurinn og umhverfissérfræðingurinn Joni Seager
í fyrirlestri sem hún flutti um femínisma og loftslagsbreytingar, en þar
benti hún á að 2°C mörkin hafi nánast verið dregin upp úr hatti, eng
inn geti gefið ásættanlega skýringu á því hvers vegna þessi mörk voru
valin fremur en önnur. Seager færir fyrir því sannfærandi rök að hag
fræðilegar fremur en vísindalegar ástæður liggi þar að baki.5 Að sama
skapi gagnrýnir loftslagsvísindamaðurinn heimsþekkti James Hansen
harðlega 450 ppm losunarviðmiðið sem hefur um nokkurt skeið verið
hin ,metnaðarfulla‘ forsenda alþjóðlegra samningaviðræðna, en Hansen
segir nauðsynlegt að ná losuninni aftur niður fyrir 350 ppm markið eigi
að vera hægt að forða lífríki jarðar frá alvarlegum afleiðingum loftslags
breytinga. Í september 2011 var magn koltvísýrings í andrúmsloftinu
tæplega 40 einingum yfir þessu marki eða í 389 einingum á milljón.6
Áhyggjur Rahmsdorfs eru skiljanlegar. Um það virðist vera almenn
sátt meðal vestrænna stefnumótenda að óraunhæft sé að miða við að