Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 9
Ve k j u m e k k i s o fa n d i d r e k a TMM 2011 · 4 9 spáðu menn hvernig sú aukning koltvísýrings á breytt geislunarálag lofthjúps hefði áhrif á meðalhitastig jarðar og er sú spá byggð á bestu vitneskju og þekk­ ingu eins sagt er.3 Eins og Einar bendir á eru Norðmenn í siðferðislegri kreppu. Þeir vita af skaðanum sem heimsbyggðin verður fyrir sé haldið áfram að nýta jarð­ efnaeldsneyti með sama hætti og gert hefur verið undanfarna öld, en það gæti leitt til alvarlegra umhverfisáhrifa. Þeir reyna því að friða sam­ viskuna m.a. með því að dæla koltvísýringi aftur niður í berggrunninn neðansjávar og leggja fram háar upphæðir til verndunar regnskógum í Suður­Ameríku. Nú er nær útilokað að þjóðir heims komi sér saman um aðgerðir sem tryggi að hlýnun jarðar verði undir 2°C markinu. Rahmsdorf, sem Einar nefnir, varaði einnig við þeirri hættu á umræðufundi á loftslagsráð­ stefnunni í Kaupmannahöfn að stjórnmálamenn litu á 2°C hlýnun sem metnaðarfullt markmið en sættu sig svo bak við tjöldin við 3°C hlýnun. Rahmsdorf bendir líka á það að þótt hlýnunin héldi sig innan 2°C marksins gæti það hæglega leitt til alvarlegra breytinga á lífríki jarðar eins og sjáist glögglega af þeim áhrifum sem 0,7°C aukning hefur þegar valdið: „Af þessum sökum tel ég 2°C hlýnunina ekki örugga. Í morgun dró John Schellnhuber þetta fram með því að spyrja hvort „rússnesk rúlletta væri ekki hættuleg?“ Í rússneskri rúllettu eru líkurnar á því að eitthvað hræðilegt gerist einn á móti sex. Ef við förum upp í 2°C eru líkurnar á mjög alvarlegum afleiðingum líklega meiri.“4 Fræðilegar forsendur 2°C marksins hafa víða verið gagnrýndar. Slíkt gerði t.d. landfræðingurinn og umhverfissérfræðingurinn Joni Seager í fyrirlestri sem hún flutti um femínisma og loftslagsbreytingar, en þar benti hún á að 2°C mörkin hafi nánast verið dregin upp úr hatti, eng­ inn geti gefið ásættanlega skýringu á því hvers vegna þessi mörk voru valin fremur en önnur. Seager færir fyrir því sannfærandi rök að hag­ fræðilegar fremur en vísindalegar ástæður liggi þar að baki.5 Að sama skapi gagnrýnir loftslagsvísindamaðurinn heimsþekkti James Hansen harðlega 450 ppm losunarviðmiðið sem hefur um nokkurt skeið verið hin ,metnaðarfulla‘ forsenda alþjóðlegra samningaviðræðna, en Hansen segir nauðsynlegt að ná losuninni aftur niður fyrir 350 ppm markið eigi að vera hægt að forða lífríki jarðar frá alvarlegum afleiðingum loftslags­ breytinga. Í september 2011 var magn koltvísýrings í andrúmsloftinu tæplega 40 einingum yfir þessu marki eða í 389 einingum á milljón.6 Áhyggjur Rahmsdorfs eru skiljanlegar. Um það virðist vera almenn sátt meðal vestrænna stefnumótenda að óraunhæft sé að miða við að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.