Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 16
G u ð n i E l í s s o n 16 TMM 2011 · 4 glögglega hversu vonlaust það er fyrir stjórnmálamann að fylgja eftir ábyrgri stefnuskrá á sviði loftslagsmála. Þetta er öruggasta leiðin til þess að tapa kosningum eins og Steingrímur J. Sigfússon vissi fullvel þegar hann færðist fimm sinnum undan að svara því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Viðbrögð íslenskra kjósenda sýna einnig hversu flóknir allir pólitískir samningar um losunarheimildir eiga eftir að reynast. Stjórnmálamenn sem ætla sér að bregðast við vandanum á ábyrgan hátt munu að öllum líkindum ekki hafa nauðsynlegt bakland til þess að hrinda slíkum ákvörðunum í framkvæmd. Ef vinstrisinnaðir kjósendur í velmegunar­ samfélagi bregðast á ofangreindan hátt við yfirlýsingu um að þeir verði sviptir óvissum framtíðargróða ætti að vera ljóst að ekkert verður gert í samfélögum sem nú þegar eiga beinna hagsmuna að gæta í vinnslu jarðefnaeldsneytis og þar sem efnahagurinn reiðir sig beinlínis á slíkan iðnað. Íslenska dæmið sýnir að líklega er óvinnandi vegur að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda nógu fljótt til þess að forða jörðinni frá alvarlegum veðurfarsbreytingum. Hversu mörg ppm þarf til að vekja sofandi dreka? Hversu óraunhæft er 450 ppm markið? Góð leið til þess að átta sig á því er að kynna sér grein Kevins Anderson og Alice Bows, „Reframing the climate change challenge in light of post­2000 emission trends“, en siðfræðingurinn Clive Hamilton hefur kallað hana mikilvægasta texta sem hann hafi lesið um loftslagsmál. Hvergi sé jafn skýrt dreginn fram vandinn sem mannkyn standi frammi fyrir í glímunni við lofts­ lagsvána.34 Því er jafnframt erfitt að neita eftir lestur greinarinnar að pólitísku viðmiðin sem ráða ferðinni eru ekki byggð á vísindalegum for­ sendum og það þrátt fyrir að stjórnmálamönnum þyki þau of metnaðar­ full til þess að um þau náist nokkur sátt. Í grein sinni skoða Anderson og Bows þær forsendur sem lágu fyrir á loftslagsráðstefnunni á Bali 2007, en nú hafa þau uppfært rannsókn sína í ljósi umræðna á Kaup­ mannahafnarfundinum 2009.35 Í greininni frá 2008 velta Anderson og Bows fyrir sér því heildar­ magni gróðurhúsalofttegunda sem losað verði í andrúmsloftið á næstu áratugum og flokka losunina eftir þremur meginþáttum: 1) Losun tengd brennslu jarðefnaeldsneytis í almennri neyslu og iðnaði; 2) losun tengd eyðingu skóglendis; og 3) losun annarra gróðurhúsalofttegunda en kol­ tvísýrings, aðallega metans og níturoxíðs, en þessi losun tengist fyrst og fremst landbúnaði. Eins og komið hefur fram er tiltölulega auðvelt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.