Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 18
G u ð n i E l í s s o n 18 TMM 2011 · 4 áður ekki sá að hvetja til uppgjafar heldur fremur að vekja menn til umhugsunar um hversu fáránleg viðmiðin og stefnumörkunin hafi fram að þessu verið. Kominn sé tími til að horfast í augu við raunveru­ leikann og bregðast við vandanum með ábyrgum hætti.42 „Stoppum þessa sturluðu stefnu“ brýndi einn af andstæðingum Kol­ brúnar Halldórsdóttur fyrir samlöndum sínum í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Sá kýs væntanlega að taka ekkert mark á öllum þeim losunarspáferlum sem nú birtast í virtum vísindatímaritum um allan heim og draga upp mjög myrka framtíðarsýn ef svo fer fram sem horfir. Eða kannski hefur hann einfaldlega ekki kynnt sér niður­ stöðurnar fremur en aðrir þeir sem ráku upp ramakvein eftir yfirlýsingu umhverfisráðherra. Frammi fyrir gögnunum er líklega aðeins tvennt í stöðunni ætli menn að halda áfram á sömu háskabrautinni. Vera hræsnari sem segir eitt og gerir annað. Tala fjálglega um hættur loftslagsbreytinga en breyta svo nákvæmlega eins og afneitararnir, allir þeir sem hafna því að bera nokkra ábyrgð á veðurfarsbreytingunum eða taka ekki mark á niður­ stöðum þúsunda loftslagsrannsókna. Jay W. Richards er einmitt einn af afneiturunum, en hann velur að vefengja niðurstöður vísindasam­ félagsins með alls kyns óígrunduðum rökum.43 Hann veit að guðleg forsjárkenning hans fellur um sjálfa sig ef óheft notkun eins orkugjafa hefur svo hrikalegar afleiðingar að framtíðarlausnirnar mega sín lítils andspænis framtíðarvandanum. Hann velur því leið afneitarans og hafnar alvarleika loftslagsbreytinga eftir gamalkunnum leiðum sem allar er búið að hrekja ótal sinnum af sérfræðingum á sviðinu.44 Hvar liggja endimörk græðginnar? Annar og merkilegri trúarheimspekingur en Jay W. Richards var rúss­ neski rithöfundurinn Leo Tolstoj. Hann fjallaði víða um sérkennilegar þversagnir græðginnar en líklega hvergi á eins eftirminnilegan hátt og í smásögunni um bóndann Pákhom sem er aldrei ánægður með hlut­ skipti sitt og vill alltaf meira ræktarland fyrir sig og sína. Þörf Pákoms fyrir meira pláss leiðir hann sífellt lengra frá upphaflegum heimkynnum sínum. Fyrst heldur hann til Neðri­Volgu þar sem hann eignast strax „þrisvar sinnum eins stórt land og áður“ og „getur eftir því haft marg­ falt betri afkomu“.45 Þar unir hann þó ekki lengi. Brátt fer að þrengja að honum og hann kemst að því að í landi Basjkirarana sé hægt að fá mikil landflæmi fyrir tíunda hlutann af því sem jarðir kosta í Neðri­Volgu. Basjkirarnir bjóða Pákhom allt það land sem hann geti gengið umhverfis
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.