Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 29
„ N e m a í s ö g u /o g h u g a“
TMM 2011 · 4 29
bakvið norðurljósin. Í fljótu bragði orkar sú staðreynd uppbyggilega.
En önnur stjarna, sem næturský skýla, kann að lifa í huga lesenda og
varpa skugga á vonarstjörnuna. Að auki er athugasemd sögumanns
ekki öll þar sem hún er séð; inntak hennar og skiptin sem verða með
henni – frá skynjun Odda til vitneskju sögumanns – setja í fyrirrúm
takmarkanir skynjunar og vitundar einstaklingsins. Við það bætist
að sagan öll skekur undistöðuform mannlegrar reynslu. Ekki bara
frásagnarformið sem hún sýnir að getur verið fullt af myrkri; einnig
form hugarlíkingarinnar sem kölluð hefur verið „minnsta en fyrir
ferðarmesta eining […] ímyndunaraflins“,23 „vitsmunaeldurinn sem
kviknar þegar heilinn nuddar saman tveimur hugsunum“.24 Eða með
öðrum orðum: Þó að einhverjir lesendur kunni að vera ánægðir með sig
af því að þeim hafi strax staðið ógn af „aldökkum kufli“ Odda, hlýtur
að draga úr ánægju þeirra að í sýn stjörnuskoðarans og myrkhugans er
báturinn „næturdökkur“ og „fólkið allt svartklætt“. Hugleiði þeir hugar
líkingarnar frekar, hvernig þær vitna um að menningin markar vitund
mannskepnunnar og hvernig þær spretta af reynslu og lífi, er eins víst
að ógnin sem þeir tengdu fyrr sögupersónu beinist tvíefld að sjálfum
þeim.
Ónefndur er þá draumurinn. Í fræðiskrifum um drauma hefur verið
bent á skyldleika þeirra og líkinga hugans25 en sjálfur segir Gyrðir Elías
son í einu ljóða sinna:
[…] þessi draumur er einsog
lífið:
Hann rætist um leið
og hann er dreymdur26
Velti lesendur Annars draums Stjörnu-Odda vöngum yfir hvorutveggja,
orðum fræðimanna og skálds, hef ég grun um að ónotin kunni að falla
að síðum þeirra, kannski „aldökk“.
Tilvísanir
1 Kay Young og Jeffrey L. Saver, „The Neurology of Narrative“, SubStance, 30: 1–2. Sérhefti: On
the Origin of Fictions: Interdisciplinary Perspectives, 2001, bls. 72.
2 Sama stað.
3 Sama rit, bls. 75.
4 Auk dæma sem rakin eru í meginmáli má minna á ljóðið „Samkennd“ og lokalínur þess:
Ég er
aldrei