Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 50
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n
50 TMM 2011 · 4
óvenjulegu jafnræði; þeir litu á sjálfa sig sem jafningja fremur en
undirdánuga þjóna sjálfskipaðs yfirvalds. Var þetta ekki sjálft „villta
vestrið“, löngu áður en Hollywood gerði það að söluvöru – draumur
frjálshyggjumannsins sem hafði ræst á jarðríki?
Fyrstu tilvísun evrópskra fræðimanna um þetta fyrirbæri mun vera
að finna í annálum Adams Bede, biskups í Bremen, frá 11. öld. Þar segir
biskupinn að íbúar þessarar fjarlægu eyju séu öðruvísi en fólk er flest að
því leyti, „að þeir þýðast engan konung yfir sér“.
Í leit að frelsinu
Í samhengi evrópskrar miðaldasögu var þetta vissulega einstæð þjóð
félagstilraun. Þetta var tilraun til að skapa samfélag frjálsborinna
manna og kvenna sem lutu einum lögum en engu framkvæmdavaldi
af neinu tagi. Það var engin ríkisstjórn, ekkert embættismannabákn,
enginn her, engin lögregla og ekkert miðstýrt þvingunarvald til þess að
halda uppi lögum og reglu meðal óstýrilátra landnema. Var þetta ekki
líka draumur stjórnleysingjans orðinn að veruleika?
Og meðal annarra orða: Kvenréttindi virðast hafa verið drjúgum
meiri en annars staðar í Evrópu á þeirri tíð. Meðal fyrstu landnemanna
voru víðkunnar og virtar ættmæður. Konur gátu ekki einasta kastað
eign sinni á lönd og landgæði; réttur þeirra til hjónaskilnaðar var virtur,
sem og eignarréttur þeirra við hjúskaparslit. Brimabiskupi hefði ugg
laust þótt þetta tíðindum sæta, hefði hann bara vitað af því.
Miðpunktur landnemasamfélagsins var Alþingi, þjóðþingið. Alþingi
var hvort tveggja, löggjafarsamkunda og dómstóll. Það var haldið á
Þingvöllum í þrjár vikur í ágústmánuði (fordæmi sem margir telja að
væri til bóta að Alþingi okkar tíma tæki sér til fyrirmyndar) og þótt það
væri ekki samkunda kjörinna fulltrúa, eins og nú tíðkast, var það engu
að síður býsna lýðræðisleg samkunda. Þingfulltrúar komu úr röðum
héraðshöfðingja, sem kvöddu með sér til þings úr héraði nánustu ráð
gjafa sína, væntanlega vegna stjórnvisku eða pólitískra áhrifa. Þótt holl
usta við höfðingjann væri talin dyggð, gátu heimamenn engu að síður
sagt sig frá stuðningi við héraðshöfðingja eða jafnvel afsagt þá. Þetta
þýddi, að varasamt var að sniðganga vilja heimamanna.
Alþingi kaus sér lögsögumann – forseta – sem gegndi starfinu tiltekið
kjörtímabil. Lögsögumaður var valinn úr hópi lögvísra manna og stýrði
einnig dómstörfum. Hann geymdi lögin í kolli sér og sagði þau fram.
Áður en lögin voru skráð (elsti lagatextinn er frá því snemma á 12. öld),
fór lögsögumaðurinn með ágrip helstu laga í heyranda hljóði á Alþingi.