Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 52
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n 52 TMM 2011 · 4 Noregskonungur í leikinn í því skyni að stilla til friðar og koma á lögum og reglu. En friður og stöðugleiki var dýru verði keyptur. Alþingi varð að sverja Noregskonungi hollustueiða og beygja sig undir skatt­ lagningarvald konungs. Sagan hafði snúist fullan hring. Þeir sem misnotuðu frelsið og skeyttu í engu um samfélagslega ábyrgð sína, glötuðu því. Frelsi einstaklingsins varð ekki viðhaldið til lengdar án íhlutunar og aðhalds frá (lýðræðis­ legu) ríkisvaldi. Frelsi allra varð ekki tryggt nema allir nytu jafnræðis fyrir lögunum. Hvort tveggja þetta, lýðræðislega ábyrgt ríkisvald og sjálfstæða dómstóla, þarf til að halda í skefjum inngróinni tilhneigingu í mannlegu samfélagi, þess eðlis að hinir fáu kúgi hina mörgu – í skjóli auðs eða valds. Að lokum var það ójöfnuðurinn sem eyðilagði drauminn um frelsi og samstöðu. Það er lærdómurinn, sem dreginn verður af þess­ ari sögu. Það er svo annað mál, að það tók Íslendinga um það bil sjö aldir að bæta fyrir afglöp sín og endurheimta sjálfstæðið. „Villta vestrið“ og ameríski draumurinn Það er ótrúlega margt líkt með gamla íslenska þjóðveldinu og landnema­ þjóðfélaginu í Norður­Ameríku sem varð til nokkrum öldum síðar eftir gríðarlega þjóðflutninga, í upphafi aðallega frá Evrópu, til fyrirheitna landsins í vestri. Í báðum tilvikum var fólk að flýja valdstjórn og stéttaskiptingu, þjóð­ félög þar sem erfðaaðall réð lögum og lofum og trúarofstæki kirkju­ valdsins þoldi ekki frjálsa hugsun. Í báðum tilvikum voru hælisleitendur að leita nýrra tækifæra til að bæta efnahagslega afkomu sína og sinna í krafti athafnafrelsis. Í báðum tilvikum var fólk reiðubúið að taka áhættu og þola líkamlegt harðræði í leit sinni að frelsinu með vonina um frjálst og réttlátt þjóðfélag að leiðarljósi. Í báðum tilvikum var nóg landrými til að kasta eign sinni á og brjóta til ræktunar. En þó var einn reginmunur á aðstæðum landnemanna. Ameríka var ekki ónumið land. Hinir aðfluttu Evrópumenn beittu yfir­ burða vopnavaldi til að útrýma heimamönnum eða þröngva þeim með valdi út á jaðar samfélagsins til að skapa rými fyrir sig. Og þrælahald festist í sessi í Suðurríkjunum sem undirstaða plantekruhagkerfisins. Það kostaði blóðuga borgarastyrjöld að halda sambandsríkinu saman og að byrja afnám þrælahaldsins, sem náðist þó ekki fram í reynd fyrr en á seinni hluta næstliðinnar aldar fyrir áhrif öflugrar mannrétt­ indahreyfingar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.