Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 59
U m f r e l s i o g j ö f n u ð
TMM 2011 · 4 59
sem voru kennd við „potta og pönnur“ reiðra kjósenda, sem höfðu fengið
sig fullsadda af tilraunastarfseminni.
Þegar nýfrjálshyggjudrengirnir höfðu fest sig í sessi fylgdu þeir
guðspjöllunum í þaula. Þeir einkavæddu fiskistofnana og afhentu
þá fyrirtækjum sem voru pólitískt í náðinni. Þessu er helst að líkja
við það hvernig hinar ríkulegu auðlindir Rússlands voru afhentar
fáeinum ólígörkum sem þar með öðluðust ómótstæðilegt pólitískt vald
í Rússlandi. Sama átti við um Ísland. Næst á dagskrá var einkavæðing
bankanna og annarra fjármálastofnana. Það var yfirlýst stjórnarstefna að
breyta Íslandi í alþjóðlega fjármálamiðstöð. Hinir nýju bankaeigendur
áttu greiðan aðgang að ódýru lánsfjármagni erlendis (sem byggðist á
lánstrausti ríkisins fram að því) og margfölduðu starfsemi sína erlendis,
uns þeir voru orðnir tíu sinnum stærri en þjóðarframleiðsla Íslands.
Þetta var langt umfram það sem íslenska hagkerfið, íslenski Seðla
bankinn eða greiðslugeta íslenskra skattgreiðenda, gat staðið undir.
Þegar herti að á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum kom á daginn að
þessi fjárhagslega spilaborg var á sandi byggð. Þegar hinn kunni fjár
málasérfræðingur Willem Buiter var spurður ráða, sagði hann það ekki
spurningu um hvort – heldur bara hvenær – spilaborgin mundi hrynja.
Stund sannleikans rann upp eftir fall Lehman Brothers í september,
2008. Það var neistinn sem kveikti bálið.
Íslenska þjóðin varð fyrir þrefaldri kreppu. Fjármálakerfi þjóðarinnar
hrundi í heild sinni. Þjóðargjaldmiðillinn lenti í frjálsu falli, þannig
að skuldir fyrirtækja og heimila tvöfölduðust nánast á einni nóttu.
Afleiðingin varð verðbólga sem þýddi að vextir af lánum ruku upp í
á þriðja tug prósenta. Seðlabankinn varð gjaldþrota. Flest fyrirtæki
voru tæknilega gjaldþrota. Atvinnuleysið rauk upp. Mörg heimili, sem
höfðu tekið lán í erlendum gjaldmiðli – aðallega unga fólkið í landinu
– hafa misst eignir sínar. Landflótti hinna ungu er hafinn. Og hvert
fara flestir? Aftur til Noregs, landsins sem við yfirgáfum fyrir meira en
þúsund árum – á flótta undan ofríki ríkisins og í leit að frelsinu.
Efnahagskreppan hefur einnig valdið djúpri stjórnmálakreppu – jafn
vel stjórnkerfiskreppu. Hin alþjóðlega fjársvikamylla sem sérfræðingar
hafa afhjúpað eftir fall er svo risavaxin og flókin að hún er langt
umfram getu stofnana þjóðfélagsins (t.d. ákæruvalds, eftirlitsstofnana
og dómstóla) til að leysa. Það er ótrúlegt en satt að gjaldþrot íslensku
bankanna þriggja er af þvílíkri stærðargráðu, að það nær inn á listann
yfir tíu mestu gjaldþrot fjármálasögunnar. Góðu fréttirnar eru þær,
að – ólíkt Írlandi – urðu íslensku bankarnir gjaldþrota. Fegin sem þau
vildu var það langt umfram getu íslenskra stjórnvalda að bjarga bönk