Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 59
U m f r e l s i o g j ö f n u ð TMM 2011 · 4 59 sem voru kennd við „potta og pönnur“ reiðra kjósenda, sem höfðu fengið sig fullsadda af tilraunastarfseminni. Þegar nýfrjálshyggjudrengirnir höfðu fest sig í sessi fylgdu þeir guðspjöllunum í þaula. Þeir einkavæddu fiskistofnana og afhentu þá fyrirtækjum sem voru pólitískt í náðinni. Þessu er helst að líkja við það hvernig hinar ríkulegu auðlindir Rússlands voru afhentar fáeinum ólígörkum sem þar með öðluðust ómótstæðilegt pólitískt vald í Rússlandi. Sama átti við um Ísland. Næst á dagskrá var einkavæðing bankanna og annarra fjármálastofnana. Það var yfirlýst stjórnarstefna að breyta Íslandi í alþjóðlega fjármálamiðstöð. Hinir nýju bankaeigendur áttu greiðan aðgang að ódýru lánsfjármagni erlendis (sem byggðist á lánstrausti ríkisins fram að því) og margfölduðu starfsemi sína erlendis, uns þeir voru orðnir tíu sinnum stærri en þjóðarframleiðsla Íslands. Þetta var langt umfram það sem íslenska hagkerfið, íslenski Seðla­ bankinn eða greiðslugeta íslenskra skattgreiðenda, gat staðið undir. Þegar herti að á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum kom á daginn að þessi fjárhagslega spilaborg var á sandi byggð. Þegar hinn kunni fjár­ málasérfræðingur Willem Buiter var spurður ráða, sagði hann það ekki spurningu um hvort – heldur bara hvenær – spilaborgin mundi hrynja. Stund sannleikans rann upp eftir fall Lehman Brothers í september, 2008. Það var neistinn sem kveikti bálið. Íslenska þjóðin varð fyrir þrefaldri kreppu. Fjármálakerfi þjóðarinnar hrundi í heild sinni. Þjóðargjaldmiðillinn lenti í frjálsu falli, þannig að skuldir fyrirtækja og heimila tvöfölduðust nánast á einni nóttu. Afleiðingin varð verðbólga sem þýddi að vextir af lánum ruku upp í á þriðja tug prósenta. Seðlabankinn varð gjaldþrota. Flest fyrirtæki voru tæknilega gjaldþrota. Atvinnuleysið rauk upp. Mörg heimili, sem höfðu tekið lán í erlendum gjaldmiðli – aðallega unga fólkið í landinu – hafa misst eignir sínar. Landflótti hinna ungu er hafinn. Og hvert fara flestir? Aftur til Noregs, landsins sem við yfirgáfum fyrir meira en þúsund árum – á flótta undan ofríki ríkisins og í leit að frelsinu. Efnahagskreppan hefur einnig valdið djúpri stjórnmálakreppu – jafn­ vel stjórnkerfiskreppu. Hin alþjóðlega fjársvikamylla sem sérfræðingar hafa afhjúpað eftir fall er svo risavaxin og flókin að hún er langt umfram getu stofnana þjóðfélagsins (t.d. ákæruvalds, eftirlitsstofnana og dómstóla) til að leysa. Það er ótrúlegt en satt að gjaldþrot íslensku bankanna þriggja er af þvílíkri stærðargráðu, að það nær inn á listann yfir tíu mestu gjaldþrot fjármálasögunnar. Góðu fréttirnar eru þær, að – ólíkt Írlandi – urðu íslensku bankarnir gjaldþrota. Fegin sem þau vildu var það langt umfram getu íslenskra stjórnvalda að bjarga bönk­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.