Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 62
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n 62 TMM 2011 · 4 ing á umbætur, sem snúast um jafnari tekjuskiptingu. Slíkar umbætur draga úr hvatanum sem knýr áfram gróðavon kapítalistanna, sem sjálf var undir­ rót vaxandi ójafnaðar. Nauðsyn jafnari tekjuskiptingar og félagslegra úrræða á vegum ríkisins verður í leiðinni að tæki til að leiðrétta öfgar markaðskerfisins. Í Bandaríkjunum gerðist þetta á u.þ.b. hálfri öld í aðdraganda seinni heimstyrj­ aldarinnar. Það var ekki fyrr en öflug millistétt lét til sín taka pólitískt og knúði fram umbætur með löggjöf, reglusetningu og ströngum viðurlögum við spill­ ingarbrotum, sem það tókst að sníða af verstu öfgar laissez-faire kapítalismans. Hin alþjóðlega fjármálakreppa, sem nú geisar, þar sem skattgreiðendur með atbeina ríkisvaldsins hafa verið látnir borga skuldir banka og fjár­ málastofnana, vekur einmitt upp alvarlegar spurningar um lögmæti spilavítiskapítalisma af þessu tagi. Í þessu samhengi er gagnlegt að íhuga hinn óskráða þjóðfélagssáttmála (e. social-contract), sem þrátt fyrir allt liggur til grundvallar kapítalísku þjóðfélagi. Það er enginn að tala um algeran jöfnuð. Flest upplifum við það á æviferlinum að einstaklingarnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Það kennir okkur að meta fjölbreytni mannlegrar tilveru. Það vefst fyrir fæstum að viðurkenna að frumkvæði einstaklingsins og dugnaður, ein­ stakir hæfileikar og skapandi uppfinningar, verðskulda réttláta umbun. Flest okkar eru tilbúin að samþykkja allnokkurn ójöfnuð í tekju­ og eignaskiptingu, svo lengi sem það er réttlætt með viljanum til að taka áhættu og að taka afleiðingum gerða sinna. Svo lengi sem þeir, sem vilja hámarka gróða sinn, taka áhættu fyrir eigin reikning og færast ekki undan því að bera sjálfir tapið; svo lengi sem fjármagnseigendur fara að settum leikreglum og borga skatta sína og skyldur til samfélagsins (í stað þess að fela illa fenginn auð í skattaskjólum) og sækjast ekki eftir forrétt­ indum í krafti auðs og áhrifa – svo lengi sem þetta stenst – má segja, að þjóðfélagssáttmálinn haldi. Ef hins vegar almenningi er stillt upp við vegg frammi fyrir orðnum hlut, þannig að hagnaður góðærisins sé einkavæddur, en skuldir krepp- unnar þjóðnýttar – þá er sjálfur þjóðfélagssáttmálinn rofinn; lögmæti kapítalismans er þar með farið veg allrar veraldar. „Vont er þeirra ránglæti, verra er þeirra réttlæti,“ sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni. Í sjávarbyggðunum við norðanvert Atlantshaf, þar sem menn hætta lífi sínu á hafi úti á degi hverjum í stríði við óblíð náttúruöfl, hefur það löngum þótt gott og gilt, að skipstjórinn fengi þrjá hluti á móti einum hlut hásetans. Þessi tekjumunur hefur hingað til þótt nægur hvati fyrir metnaðarfullan sjómann til að ná stöðu karlsins í brúnni. Getur nokkur maður axlað þyngri ábyrgð en þá að bera ábyrgð á lífi og limum félaga sinna? Hvers virði er eitt líf?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.