Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 62
J ó n B a l d v i n H a n n i b a l s s o n
62 TMM 2011 · 4
ing á umbætur, sem snúast um jafnari tekjuskiptingu. Slíkar umbætur draga
úr hvatanum sem knýr áfram gróðavon kapítalistanna, sem sjálf var undir
rót vaxandi ójafnaðar. Nauðsyn jafnari tekjuskiptingar og félagslegra úrræða á
vegum ríkisins verður í leiðinni að tæki til að leiðrétta öfgar markaðskerfisins. Í
Bandaríkjunum gerðist þetta á u.þ.b. hálfri öld í aðdraganda seinni heimstyrj
aldarinnar. Það var ekki fyrr en öflug millistétt lét til sín taka pólitískt og knúði
fram umbætur með löggjöf, reglusetningu og ströngum viðurlögum við spill
ingarbrotum, sem það tókst að sníða af verstu öfgar laissez-faire kapítalismans.
Hin alþjóðlega fjármálakreppa, sem nú geisar, þar sem skattgreiðendur
með atbeina ríkisvaldsins hafa verið látnir borga skuldir banka og fjár
málastofnana, vekur einmitt upp alvarlegar spurningar um lögmæti
spilavítiskapítalisma af þessu tagi. Í þessu samhengi er gagnlegt að íhuga
hinn óskráða þjóðfélagssáttmála (e. social-contract), sem þrátt fyrir allt
liggur til grundvallar kapítalísku þjóðfélagi.
Það er enginn að tala um algeran jöfnuð. Flest upplifum við það á
æviferlinum að einstaklingarnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Það
kennir okkur að meta fjölbreytni mannlegrar tilveru. Það vefst fyrir
fæstum að viðurkenna að frumkvæði einstaklingsins og dugnaður, ein
stakir hæfileikar og skapandi uppfinningar, verðskulda réttláta umbun.
Flest okkar eru tilbúin að samþykkja allnokkurn ójöfnuð í tekju og
eignaskiptingu, svo lengi sem það er réttlætt með viljanum til að taka
áhættu og að taka afleiðingum gerða sinna. Svo lengi sem þeir, sem vilja
hámarka gróða sinn, taka áhættu fyrir eigin reikning og færast ekki
undan því að bera sjálfir tapið; svo lengi sem fjármagnseigendur fara að
settum leikreglum og borga skatta sína og skyldur til samfélagsins (í stað
þess að fela illa fenginn auð í skattaskjólum) og sækjast ekki eftir forrétt
indum í krafti auðs og áhrifa – svo lengi sem þetta stenst – má segja, að
þjóðfélagssáttmálinn haldi.
Ef hins vegar almenningi er stillt upp við vegg frammi fyrir orðnum
hlut, þannig að hagnaður góðærisins sé einkavæddur, en skuldir krepp-
unnar þjóðnýttar – þá er sjálfur þjóðfélagssáttmálinn rofinn; lögmæti
kapítalismans er þar með farið veg allrar veraldar. „Vont er þeirra ránglæti,
verra er þeirra réttlæti,“ sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni.
Í sjávarbyggðunum við norðanvert Atlantshaf, þar sem menn hætta
lífi sínu á hafi úti á degi hverjum í stríði við óblíð náttúruöfl, hefur það
löngum þótt gott og gilt, að skipstjórinn fengi þrjá hluti á móti einum
hlut hásetans. Þessi tekjumunur hefur hingað til þótt nægur hvati fyrir
metnaðarfullan sjómann til að ná stöðu karlsins í brúnni. Getur nokkur
maður axlað þyngri ábyrgð en þá að bera ábyrgð á lífi og limum félaga
sinna? Hvers virði er eitt líf?