Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 65
TMM 2011 · 4 65
Þórarinn Hjartarson
Arfleifð márans
Áhrifin frá Andalúsíu í menningu og bókmenntum
Heimsókn í Moskuna miklu í Kordóvu
Við komum til Kordóvu í byrjun september. Fyrrum var hún höfuð
borg máraríkisins á Íberíuskaga, landsins sem márar sjálfir nefndu Al
Andalus. Þar á bökkum Guadalqivirárinnar stendur Moskan mikla.
La Mezquita. Stærsta moska á Vesturlöndum, mikilfengleg utan sem
innan.
Turn mikill rís upp úr norðurmúrnum. Inngangar eru fjölmargir
og fagurlega skreyttir. Þegar inn í bygginguna kemur er það magnið
og umfangið sem verkar hvað sterkast á gestinn. Grunnur hússins
er ferningur, 24 þúsund fermetrar að flatarmáli. Víðfeðmt kerfi af
samhliða bogagöngum heldur þakinu uppi, og bogarnir standa á 850
súlum úr marmara, jaspis og graníti. Bogarnir ofan á hverju súlnapari
eru tveir, hvor upp af öðrum, sá efri reglulegur hálfhringur en sá
neðri skeifumyndaður. Í bogunum skiptast á hvítir og rauðir steinar,
fleygmyndaðir, sem gefa byggingunni reglufast litamunstur og sterkan
svip. Súlnabygging þessi fylgir í meginatriðum grískri og rómverskri
arfleifð, en hin tvöfalda bogaröð kvað þó hafa verið andalúsískt nýmæli
í byggingarlist.
Fegurstur er bænakrókurinn, „mihrab“ upp á arabísku. Í raun er um
að ræða þrjú útskot fyrir bænahaldarana sem magna upp raddir þeirra.
Fegursta útskotið var ætlað kalífanum. Þarna eru „arabeskurnar“,
skrautlistin, á hæsta stigi, fjölbreytileg blómaform – minnir suma
á Sölva Helgason – geometrísk form og skrautskrifaðar tilvitnanir í
Kóraninn, í gulbrúnum og gylltum litum á víxl við bláa liti og rauða.
Það að byggingin skuli að grunni til vera frá 8. öld vekur lotningu.
Nánar tiltekið hófst smíði hennar árið 785 og húsið endurspeglar á sinn
hátt hinar miklu sviptingar í sögu Andalúsíu og Spánar. Kordóva féll í