Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 68
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n 68 TMM 2011 · 4 fjölmörgum byggingum á svæðum sem orðin voru kristin. „Mudéjar­ stíll“ er ófullnægjandi hugtak af því þetta var ekki aðeins márískur stíll heldur einnig márískt handverk. Kristnu höfðingjarnir, jafnvel prelátar kirkjunnar, voru háðir márískum handverksmönnum af því engir aðrir kunnu handverkið nógu vel. Í Moskunni miklu sést þetta á þeim breytingum sem gerðar voru á henni eftir að Kordóva féll, einkum í tveimur samliggjandi kapellum, Capilla Real og Capilla de Villaviciosa, annarri frá 13. öld og hinni frá þeirri 15. Súlur og bogar voru þá hækkuð, þakinu lyft og kristnu skrauti komið fyrir. Arkítektar breytinganna sýndu samt hinu íslamska guðshúsi fulla virðingu, löguðu sig fagmannlega að byggingarlist þess, og skreytingin var í meginatriðum í mudéjar­stíl. Kynþáttahyggja og evrósentrismi voru enn óuppfundin, márísk menning naut enn virðingar og kristnir grannar mára nutu áfram háþróaðs handverks þeirra og lista. Út úr sama húsi má svo lesa brotthvarf umburðarlyndisins. Háreist dómkirkja í stíl endurreisnar og barrokks rís upp úr miðri moskunni, íburðarmikil og glæst en í engu samræmi við þá byggingarlist sem fyrir var. Eftir fall Kordóvu fyrir kristnum herjum árið 1236 hafði Moskan mikla, eftir minni háttar breytingar, verið notuð sem kristilegt guðshús í nærri þrjár aldir. En nokkru eftir 1500 var ákveðið að rífa hana og byggja mikla dómkirkju í staðinn. Hafist var handa við niðurrifið. Áköf andstaða bæjarbúa í Kordóvu varð þó til þess að áætlununum var breytt og dómkirkjan í staðinn reist í henni miðri. Menning máraríkisins var hluti af mestu hámenningu síns tíma með miðsvæði sitt fyrir botni Miðjarðarhafs. Íslam yfirtók þar menningu hellenismans og bar hana áfram. Gróflega spannaði máraríkið tíma sem kenndur er við gullöld íslamskrar menningar, en hún er gjarnan sögð vera frá miðri 8. öld og fram á miðja þá 13. Glæsileika hennar fór aftur eftir fall Bagdad fyrir mongólum í lok 13. aldar og fall máraríkisins á Spáni – og síðar með heimsvaldastefnu og heimsyfirráðum Evrópuríkja sem þrengdu kosti allra annarra menningarsamfélaga á hnettinum. Hugtakið „endurheimt“ Íberíuskagans er kristið hugtak. Múslim­ arnir þar voru ekki ræningjar og ekki heldur gestir. Í fyrsta lagi var landið orðið íslamskt talsvert áður en til dæmis Norðurlönd urðu kristin. Í öðru lagi voru arabar og norðurafrískir berbar alltaf lítill minnihluti íbúa í máraríkinu. Meirihlutinn var vissulega íslamstrúar en af rómösku ætterni eins og Spánverjar nútímans. Það hefur oft gerst í sögunni að auðug hámenningarríki féllu fyrir frumstæðum árásar­ þjóðum (t.d. Mesópótamía nokkrum sinnum og Ítalía Rómaveldis). Í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.