Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 72
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n 72 TMM 2011 · 4 í samfélagi þar sem hjónabönd voru einkum hagsmunasamningur um eignir og völd var þessi mikli þáttur ástarinnar róttæk hugmynd. Fyrir föður sem skipuleggja þurfti ráðahag barna sinna var hún fyrst og fremst varasöm og niðurrífandi. Að hið ástsjúka skáld væri af of lágum stigum var illt, að ástin beindist að hallarfrúnni fremur en dótturinni var síst betra. Menn hafa fyrir löngu áttað sig á að trúbadorarnir voru endur­ reisnarmenn. Afstaða þeirra til lífsins og ljóðsins var öll húmanísk, ekki guðhverf, megináhuginn var á einstaklingnum og einkennum hans, og alveg sérstaklega á tilfinningalífi hans. Nietzsche hélt því beinlínis fram að trúbadorarnir væru skaparar evrópskrar nútímamenningar. Hin rómantíska og ástríðufulla ást væri evrópskt sérkenni sem trúbador­ arnir hefðu fundið upp, „þessir snjöllu uppfinningamenn og skaparar ástarskáldskaparins, sem Evrópa skuldar svo margt, og raunar sjálfa sig“ (Nietzsche, Handan góðs og ills). Rómantísk ástarþrá, riddaraleg framkoma gagnvart konum, stundum jafnvel konudýrkun hafa fylgt evrópskum fagurbókmenntum lengi – en ekki alla tíð. Þau birtast fyrst í trúbadoraljóðum. Það er rétt hjá Nietzsche. Hve gagntæk hin hofmannlega bókmenntabylting var má best sjá með því að bera hin „nýju“ hofmannlegu sagnakvæði eða „rómönsur“ á norðurfranska svæðinu saman við eldri kappakvæðin. Rólandskvæði er frægast kappakvæða, ort nálægt 1100 og skrifað niður hálfri öld síðar, þ.e. á svipuðum tíma og trúbadoraljóð urðu til í suðrinu. Róland, hermaður Karlamagnúsar, berst við Sarasena (mára) og fellur. Konur eru í algjörum aukahlutverkum í kvæðinu. Eiginkona Rólands er aðeins kynnt til sögunnar í stuttu innskoti undir lokin. Hún springur þá af harmi við fréttina um fall hans, til að undirstrika hvílíkt afbragð manna hann var, og er strax úr sögunni aftur. Tristan ellegar riddararnir úr hring Artúrs konungs – kappar úr norðurfrönskum rómönsum, gæddir hinum nýja hofmannlega anda frá Provence – unnu aftur á móti helstu afrek sín undir merkjum ástarþrár til konu, sem jafnan var gift tignarkona, og allra helst í viðurvist hennar. Rætur trúbadoraskáldskaparins hafa verið mönnum ráðgáta af því hann er sagður upphafspunktur en ber öll merki þess að vera háþroskuð listgrein. Bjarni Einarsson skrifar um „hinn fyrsta trúbador“, Vilhjálm hertoga af Akvitaníu (eða af Poitiers): „Kveðskapur hans ber öll höfuð­ einkenni skáldskaparstefnunnar og hlýtur listin því að vera töluvert eldri.“ (Skáldasögur, Rvík 1961, bls. 8.)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.