Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 74
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n
74 TMM 2011 · 4
Amore) eftir Andreas Capellanus, sem skrifuð var á bilinu 1186–1190.
Bækurnar lýsa félagslegum viðhorfum, reglum og skyldum sem gilda
um hofmannlega/hirðlega ást milli manns og konu. Mikilvæg hugtök
eru tryggð, þjáning, leynd, þjónusta, undirgefni. Andalúsíumegin var
heimspekileg undirbygging meiri, tala mætti þar um „ástarguðfræði“,
og platónsk áhrif eru augljós. Hinn hofmannlegi andi felur í sér að
gangast ástinni á hönd, lifa hana ekki til botns í efninu en ekki heldur
hörfa undan. Hofmannlegt skáld lætur tilfinningalífið hitna og ólga en
heldur ástinni samt í ósnertanlegri fjalægð. Það er hin upphafna útgáfa
af ást sem síðar fékk nafnið rómantík. (Dæmi um slík samanburðar
fræði samandregin: J. A. AbuHaidar, 2001, Hispano-Arabic Literature
and the Early Provençal Lyrics.)
Víkjum nú að skáldskapnum sjálfum og skoðum fyrst kvæðið „Frá
alZahra“ eftir Ibn Zaydun, dáðasta skáld Andalúsíu á 11. öld. Skáldið
tjáir innfjálga en ólánssama ást sína á aðalaborinni konu (í raun dóttur
kalífans í Kordóvu sem sjálf var skáld). Nokkrum kílómetrum utan við
Kordóvu eru enn í dag stórbrotnar rústir glæsibygginga alZahra, sem
var bústaður kalífans á 10. öld. Þar voru afskaplega glæsilegir lystigarðar
og samkvæmt ljóðinu áttu skáldmennin tvö þar ástarfundi sína meðan
allt lék enn í lyndi. Ljóðið þýddi Daníel Á. Daníelsson – ekki bragformið
þó, þýðingin er í frjálsu formi.
FRÁ AL-ZAHRA
Ég minnist þín af þrá
frá kynnum okkar í alZahra.
Sjónbaugurinn er skýr,
ásýnd jarðarinnar hrein.
Vindinn lægir við komu dögunarinnar.
Hann virðist aumka mig
og staldrar, hinn ljúfasti.
Bugðóttur farvegur lækjanna
með vatnasilfursins
blikandi bros
er sem hálsfesti
opnuð og hent til hliðar.
Dag einn álíkan þeim yndislegu
og löngu liðnu
fönguðum við örlagadrauminn
og stálum unaði.