Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 79
A r f l e i f ð m á r a n s TMM 2011 · 4 79 Ég fæ ei varist honum á nokkurn hátt. Valdsherra sem ásakar, fellir dóma og frestar. Hann gaf mig að skilnaði skaða og ógn og söng þá svo að hljómaði hreysti og ást: [Viðlag á rómönsku máli Andalúsíu.] „Meu l­habib enfermo de meu amar. /Que no ha d’estar? Non ves a mibe que s’ha de no llegar.“ („Ástarsorgin gerði vin minn veikan. /Er það skrítið? Honum er jú haldið burtu frá mér.“) Ljóðið er nokkurs konar bæn, skáldið ákallar Kaaba sem er mesti helgidómur múslima í Mekka, hið helga skrín með steini í sem Múham­ eð kyssti við endurkomu sína til Mekka. A.m.k. sumar greinar íslams telja Adam og Evu hafa haft steininn með sér úr Eden, og tengja hann ást. En þarna er allt með: hinn dæmigerði trúbador – að vísu arabískur og kvenkyns – vansæll og undirgefinn, að dragast upp af ástarharmi frammi fyrir hinum elskaða, hrokafullum og harðbrjósta „valdsherra“. Ástin er vonlaus og verður að viðþolslausri kvöl. Og með viðlagið á rómönsku máli áttu slíkir dægurlagasmellir breiðari hljómgrunn innan Andalúsíu – og greiðari flugleið út. Flugleiðir ástarsöngvanna voru margvíslegar. Ein stétt sem setti svip á þjóðlífið í Andalúsíu var kvenkyns atvinnusöngvarar, ófrjálsir en eftirsóttir í fínni húsum. Heimildir eru fyrir því að þannig söngkonur væru keyptar út fyrir máraríkið, m.a. af frönskum furstum og aðals­ mönnum, og stundum voru þær teknar sem herfang. Franskar sam­ tímaheimildir segja frá einum slíkum ránsfeng kristinna lénshöfðingja. Þeir höfðu unnið bæinn Barbastro af márum árið 1064 og 2000 slíkir söngþrælar voru teknir sem herfang. Einn lénsherrann sem fékk hlut af því herfangi var Vilhjálmur VIII hertogi af Akvitaníu, faðir Vilhjálms IX sem nefndur hefur verið „hinn fyrsti trúbador“, og skömmu síðar mun sonurinn, Vilhjálmur trúbador sjálfur, hafa eignast söngvarana að föður sínum látnum, þá enn á táningsaldri. Þeir feðgar áttu sterk fjöl­ skyldutengsl suður á Íberíuskaga, og sem sagt: Hinn „fyrsti trúbador“ naut að öllum líkindum arabísks ljóðasöngs innan hirðar sinnar allt frá uppvaxtarárunum. Og um helmingur af trúbadoraljóðum Vilhjálms fylgir munstri og bragarháttum zajal­söngvanna (Spánverjarnir Julian Ribera, sjá Music in Ancient Arabia and Spain, 1970, og Menéndez Pidal, sjá Cantos Románicos Andalusíes, 1951, bentu fyrir löngu á slík tengsl). Það er óþarft að leita langt að fyrirrennurum franskra trúbadoraljóða af því þeir eru við næstu dyr. Skyldleiki suðurfranskra trúbadora og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.