Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 94
G a r ð a r B a l d v i n s s o n 94 TMM 2011 · 4 fannst kaffi alltaf of heitt beint úr könnunni. „Þetta sýnir líka réttleysi okkar sjómanna. Við erum nógu góðir þegar bjarga þarf aflanum á land. En þegar kemur að réttlátu endurgjaldi þá erum við einskis virði. Svo vilja þeir afnema sjómannaafsláttinn ofan á allt. Aldeilis dæmigert helvítis rugl.“ Geiri hafði látist á leiðinni í land. Líkið var sent til krufningar suður eins og er gert þegar voveiflegan dauðdaga ber að höndum. Það sagði allavega sagan í þorpinu. En þeir vissu samt ekkert meira um hann í næsta túr. Það virtist enginn vita neitt um þennan mann, nema að hann var einhleypur og einu sögurnar komu frá skipsfélögum hans sem vissu heldur ekkert. „Hann skildi eftir sig einhverjar skuldir,“ hafði Orri vélstjóri eftir einum þeirra. „Eins og allir aðrir,“ bætti hann við frá eigin brjósti. „Það gerist þegar maður hefur ekki reglubundnar tekjur eins og á sjónum. Stundum er ekkert í buddunni og stundum er hún úttroðin.“ Eftir andartakshik bætti hann við: „En Pétur bróðir hans sagði fyrir sjórétt­ inum að hann hefði ekki séð hvort hann stökk eða datt.“ Vélstjórinn dró augað í pung og leit beint á Ragnar. „Hvernig gengur annars hjá ykkur?“ spurði hann. „Æ, þetta gengur ekkert,“ svaraði Ragnar. „Ég er búinn að finna mér herbergi hjá honum Balda á Ægisgötunni og flutti svolítið dót þangað um helgina.“ Hann horfði í gaupnir sér og fitjaði upp á þumlana. „Æ, þú veist. Ég trúði henni um allt en nú veit ég ekkert hverju ég á að trúa.“ „Er kannski eitthvað meira?“ spurði vélstjórinn. „Þegar ég var að ganga út með dótið mitt mætti ég leigjandanum í kjallaranum. Hann er víst að flytja inn til hennar.“ „Nú bara heilmikil saga.“ Orri drap tittlinga. Þegar Ragnar hafði gengið fram hjá húsinu þeirra um helgina rölti Schaeffer­hundurinn í næsta húsi yfir garðinn og þá sá Ragnar að ein þvottasnúran hafði slitnað og dinglaði í loftinu frá báðum staurunum. Hann veitti múkkanum ekki athygli í þessum túr þótt hann svifi létt yfir vatnsfletinum, alltaf í sömu hæð og flöturinn þó að hann tæki óvænt stökk eða dýfur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.