Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 97
Á r a m ó t a s k a u p i ð o g a ð r a r ó s p e k t i r u m á r a m ó t
TMM 2011 · 4 97
En slíkt fjöldaáhorf er þó ekki einsdæmi, oft sameinast stórir hópar við
sjónvarpið og fylgjast með atburðum sem oftast eru fyrirfram kunnir
og má kalla einu nafni „fjölmiðlahátíð“ (Þorbjörn Broddason, 2005).
Hér er til dæmis um að ræða íþróttaviðburði og er skemmst að minnast
handboltakappleikja íslenska handboltalandsliðsins í janúar 2010 og
ágúst 2007 þegar svo að segja öll þjóðin fylgdist með. Á slíkum stundum
er þjóðin nánast sem einn maður, fjöldinn sameinast um eitt takmark
og flestir geta á sama hátt tekið sameiginlega þátt í undirbúningi og
úrvinnslu atburðarins. Skaupið er einmitt slík fjölmiðlahátíð.
Hvað er það í skaupinu sem verður til þess að nánast öll þjóðin situr
við sjónvarpið þessa klukkustund sem það tekur? Á skaupið ef til vill
eitthvað sameiginlegt með óeirðum og óspektum almennings sem áttu
sér til dæmis stað hér á landi á gamlárskvöld eða vikivakasamkomum
fyrr á öldum? Almenningi á Íslandi virðist vera mikilvægt að horfa
á skaupið á gamlárskvöld og ekki degi síðar. Hér verður leitast við að
greina áramótaskaupið með tilvísun til ýmissa hugtaka og kenninga um
tímamót, jaðartímabil og karnival.
Óeirðir um áramót
Áramótabrennur byrjuðu hér á landi um miðja 19. öld og heimildir
eru um að við brennurnar hafi á þeim tíma komið til ryskinga og
drykkjuláta (Klemenz Jónsson í Árni Björnsson, 1993). Sá siður að
safna í áramótabrennu og kveikja í henni breiddist hratt út um landið
og munu brennur hafa verið nokkuð algengar hér á landi frá upphafi
20. aldar, en ekki er frekar minnst á óeirðir í beinum tengslum við þær
(Árni Björnsson, 1993). Aftur á móti héldu óeirðaseggirnir uppteknum
hætti þótt þeir hafi kosið að láta brennurnar eiga sig og um miðja síðustu
öld bárust fréttir af miklum óspektum í miðbæ Reykjavíkur. Morgun-
blaðið segir þannig frá gamlárskvöldi ársins 1948:
Óvenjuleg skrílslæti voru höfð í frammi hjer í bænum á gamlárskvöld og það svo
að sjaldan munu hafa verið gerðar fleiri tilraunir til skemdarverka. Lögreglunni
tókst hinsvegar vel, að halda fólkinu í skefjum og stöðva skemdarverkatilraunir.
Eitt alvarlegasta skemdarverkið var er tilraun var gerð til að kveikja í skúr þar
sem sprengjuefni var geymt (Morgunblaðið 1948, 3. janúar).
Til vandræða horfði í miðbæ Reykjavíkur á gamlárskvöld ár eftir ár um
miðja síðustu öld, vegna mikilla óeirða sem þar urðu. Yfirvöld brugðu
þá á það ráð að leyfa áramótabrennur í úthverfum til að lokka unglinga
og óeirðaseggi burt úr miðbænum (Árni Björnsson, 1993). Þetta ráð