Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 97
Á r a m ó t a s k a u p i ð o g a ð r a r ó s p e k t i r u m á r a m ó t TMM 2011 · 4 97 En slíkt fjöldaáhorf er þó ekki einsdæmi, oft sameinast stórir hópar við sjónvarpið og fylgjast með atburðum sem oftast eru fyrirfram kunnir og má kalla einu nafni „fjölmiðlahátíð“ (Þorbjörn Broddason, 2005). Hér er til dæmis um að ræða íþróttaviðburði og er skemmst að minnast handboltakappleikja íslenska handboltalandsliðsins í janúar 2010 og ágúst 2007 þegar svo að segja öll þjóðin fylgdist með. Á slíkum stundum er þjóðin nánast sem einn maður, fjöldinn sameinast um eitt takmark og flestir geta á sama hátt tekið sameiginlega þátt í undirbúningi og úrvinnslu atburðarins. Skaupið er einmitt slík fjölmiðlahátíð. Hvað er það í skaupinu sem verður til þess að nánast öll þjóðin situr við sjónvarpið þessa klukkustund sem það tekur? Á skaupið ef til vill eitthvað sameiginlegt með óeirðum og óspektum almennings sem áttu sér til dæmis stað hér á landi á gamlárskvöld eða vikivakasamkomum fyrr á öldum? Almenningi á Íslandi virðist vera mikilvægt að horfa á skaupið á gamlárskvöld og ekki degi síðar. Hér verður leitast við að greina áramótaskaupið með tilvísun til ýmissa hugtaka og kenninga um tímamót, jaðartímabil og karnival. Óeirðir um áramót Áramótabrennur byrjuðu hér á landi um miðja 19. öld og heimildir eru um að við brennurnar hafi á þeim tíma komið til ryskinga og drykkjuláta (Klemenz Jónsson í Árni Björnsson, 1993). Sá siður að safna í áramótabrennu og kveikja í henni breiddist hratt út um landið og munu brennur hafa verið nokkuð algengar hér á landi frá upphafi 20. aldar, en ekki er frekar minnst á óeirðir í beinum tengslum við þær (Árni Björnsson, 1993). Aftur á móti héldu óeirðaseggirnir uppteknum hætti þótt þeir hafi kosið að láta brennurnar eiga sig og um miðja síðustu öld bárust fréttir af miklum óspektum í miðbæ Reykjavíkur. Morgun- blaðið segir þannig frá gamlárskvöldi ársins 1948: Óvenjuleg skrílslæti voru höfð í frammi hjer í bænum á gamlárskvöld og það svo að sjaldan munu hafa verið gerðar fleiri tilraunir til skemdarverka. Lögreglunni tókst hinsvegar vel, að halda fólkinu í skefjum og stöðva skemdarverkatilraunir. Eitt alvarlegasta skemdarverkið var er tilraun var gerð til að kveikja í skúr þar sem sprengjuefni var geymt (Morgunblaðið 1948, 3. janúar). Til vandræða horfði í miðbæ Reykjavíkur á gamlárskvöld ár eftir ár um miðja síðustu öld, vegna mikilla óeirða sem þar urðu. Yfirvöld brugðu þá á það ráð að leyfa áramótabrennur í úthverfum til að lokka unglinga og óeirðaseggi burt úr miðbænum (Árni Björnsson, 1993). Þetta ráð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.