Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 125 Bjarni treystir sér ekki til að yfirgefa land sitt og búskapinn, þótt Helga biðji hann um það. Meginástríðurnar í lífi hans fara ekki saman, því hefðbundið líf sauðfjárbóndans á allt fram undir það síðasta sterkari ítök í honum en ástin. „En viljinn til þín var í holdi mínu“ (bls. 69) segir Bjarni eigi að síður. Alla ævi hefur hann talið sig bundinn Helgu vegna ástríðu sinnar, ástríðu sem í hans augum var ekki jafn göfug og ástin á landinu. Hann áttar sig þó seint og um síðir á því að sá neisti ástríðunnar var ekkert síður en önnur ást „af góðri nátt­ úru kveiktur“ (bls. 71). Eins og Bjarni bendir á fékk Helga „ávöxtinn af okkar blossa“ (bls. 72), dótturina Huldu. En hún leynir fað­ erninu og Bjarni lítur á það sem dreng­ skaparmál að gera ekki kröfu til barns­ ins, þar sem slík krafa myndi óhjá­ kvæmilega kasta rýrð á mannorð Helgu. Jörðin sem Bjarni naut í stað Helgu og dótturinnar rennur því til systkina­ barns. Þegar upp er staðið breytti það engu um þróun samfélagsins, um framþróun og uppbyggingu sveitanna til frambúðar, hvort Bjarni ræktaði sína jörð eður ei. Þótt honum hafi – öfugt við Bjart í Sumarhúsum – tekist að greiða sínar skuldir fyrir fimmtugt og lifa af varð framtíðarsýn hans undir. Landbúnaðurinn er í sögulok ekki leng­ ur sú kjölfesta sem Bjarni trúði að hann gæti orðið, framtíðin er í borginni. Eigi að síður er engum blöðum um það að fletta að borgin hefði valdið Bjarna von­ brigðum líka, þar hefði „lífsmegnið fjar­ að út“ (bls. 69) eins og hann orðar það. Sú niðurstaða sem Bjarni kemst að um kærleikann er nátengd því þegar Helga bað hann að fylgja sér. Þá kom hann að vegamótum í lífi sínu: „Vegslóð­ inn sem ég hafði gengið fram að því greindist nú í tvennt. Ég fór þá báða. Og hvorugan þó. Í þeim skilningi að ég gekk annan þeirra – en hafði huga minn allan hinum megin. Hjá þér.“ (Bls. 82.) Það er ekki fyrr en Bjarni kennir nálægðar dauðans að hann treystir sér til að viður­ kenna að ástríðan fór líklega saman við kærleikann eftir allt saman – en þá er Helga látin fyrir löngu. Svar hans við bréfi hennar kemur því of seint þótt það sé bæði ítarlegt, einlægt og fallegt. * Í raun er Bjarni líkt og Bjartur forðum svo mikill gallagripur á tilfinningasvið­ inu að lesandinn á tiltölulega auðvelt með að skilja þvergirðingsháttinn, stolt­ ið og trúmennskuna gagnvart jörðinni. Samúðin er af sama toga og með Bjarti sem að lokum hverfur í faðm heiðarinn­ ar til að heyja dauðastríðið með Ástu Sóllilju. Söguhetja Bergsveins býr þó ekki yfir slíkri reisn sem sést m.a. í því að í Svari við bréfi Helgu er það til að mynda ekki eiginkonan í verkinu sem drepur rollu til að halda lífi og hefna sín líkt og í Sjálfstæðu fólki, heldur hann sjálfur, sauðfjárunnandinn. Og ástæðan er í hans tilfelli skömm yfir að hafa níðst á henni fremur en lífsnauðsyn. Bjarni er bæði lítilmótlegur og kómísk­ ur á því augnabliki er hann drepur sak­ laust dýrið einungis af því hann getur ekki horfst í augu við það sem hann hefur sjálfur gert. Samvörunin við aðra sem ást hans og/eða losti hefur beinst að er augljós. Bjarna hefur ekki tekist að gera neinni þeirra þriggja kvenna er hann elskar nokkuð gott. Unni hefur hann svikið og gert að óhamingjusamri nöldurkerlingu, Helgu sveik hann líka með vali sínu og veit eftir það lítið um hvernig henni raunverulega reiðir af. Huldu dóttur sína hefur hann ekki stutt með nokkrum hætti, hún var alfarið á forræði móður sinnar sem sá ein um að koma henni til mennta í borginni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.