Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 143

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 143 Huglæga rýmið felst ekki bara í víðátt­ unni sem opnast Ljósu þegar hún horfir út í bláinn eða leikur á orgelharmóníum heldur einnig andstæðunni því í huga hennar eru margvísleg þrengsli. Kvíði og þunglyndi Ljósu eru t.d. myndhverfð í kæfandi fugli sem ýmist þrengir sér upp um hálsinn eða liggur ofan á henni. Þrengslin í veikindunum verða síðan áþreifanleg þegar maður Ljósu sér sér ekki annað fært en loka hana inni í köstunum en sú innilokun á aftur hlið­ stæðu í því hvernig ranghugmyndir Ljósu í veikindunum má túlka sem inni­ lokun í eigin huga. Þetta tvennt blandast saman í skynjun Ljósu þegar hún er fyrst lokuð inni og svefnherbergið fær annarlegan blæ í augum hennar: „Horfi út á milli borðanna. Á rými sem ég þekki en þó ekki. Fangi í fjárkró á gólf­ inu í svefnherberginu mínu heima.“ (208–209) Þannig myndast hvað eftir annað nýjar tengingar þar sem mörkin milli andstæðna og hliðstæðna eru á floti. Veikindin einkennast ekki heldur eingöngu af þrengslum því í maníu fyll­ ist Ljósa m.a. útþrá: Óróleikinn í kroppnum óx með hverri viku sem leið. Ég fann hvernig kraftur­ inn gagntók mig og ég vann eins og berserkur, gerði hvað ég gat til að sýna að ég réði við heimilishaldið. Reyndi að beisla útþrána. En hvernig sem ég barðist gegn henni hlaut ég að bíða ósigur. Ég var hætt að geta sofið, gleymdi hvít­ voðungnum og fór af stað í loftköstum. Vigfús var búinn að fela söðulinn og ég reið berbakt. (144) Ennþá fleiri rými geta síðan opnast í huga lesandans, m.a. við lestur annarra bóka. Ljósa kom út á sama tíma og bók Sigrúnar Pálsdóttur: Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847–1917. Óhætt er að mæla með því að lesa þessar tvær bækur saman. Þótt önnur bókin sé skáldsaga en hin sagn­ fræðirit og Ljósa sé nokkru yngri en Þóra eiga bækurnar það sameiginlegt að lýsa lífi kvenna á svipuðum tíma. Þau hugrenningatengsl kvikna ekki endilega af sjálfu sér, enda er oftast óravegur milli þeirra heima sem í sögunum eru afmarkaðir, ekki síst vegna stéttamunar. Söguviðið er einnig gerólíkt en það skarast þó lítillega því Austurvöllur og styttan af Bertel Thorvaldsen koma við sögu í báðum bókunum. Þetta litla snið­ mengi getur minnt lesendur á mörk heimsmyndarinnar sem dregin er upp í hvorri bók um sig, tengt sögurnar saman og þar með víkkað báðar út. Umfjöllunarefnin í Ljósu eru býsna margvísleg. Framan af bókinni er upp­ vöxtur stúlku einna mest áberandi sem og daglegt líf í sveit á síðari hluta nítj­ ándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttug­ ustu. Strax í byrjun verður staða kvenna líka áberandi efni sem gengur gegnum alla bókina. Snemma er t.d. vakin athygli á litlu valdi kvenna á eigin lífi með frásögn út frá takmörkuðu sjónar­ horni barnsins af Möggu, vinnukonu á bernskuheimilinu. Fullorðinn lesandi skilur strax að „pápi“, faðir Ljósu, er faðir drengsins sem Magga fæðir og fleiri barna út um sveitir. Ennþá flækj­ ast örlög kvenna í sögunni þegar Magga er send í burtu án drengsins og það kemur í hlut móður Ljósu og annarra á heimilinu að ala hann upp. Mismunandi örlagaþræðir eru fléttaðir afar vel inn í frásögnina og birtast ýmist beint eða óbeint í hugrenningum Ljósu sem veltir t.d. sjálf fyrir sér eigin möguleikum. Ljósa fær meiri menntun en flestar konur því hún er send til Reykjavíkur í Kvennaskólann og skólastýran hvetur hana til að halda náminu áfram og verða kennari. Þótt Ljósu langi til að læra meira hefur henni ekki liðið vel í Reykjavík og kýs að halda heim. Vanlíð­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.