Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 17
TMM 2016 · 1 17 Kristín Ómarsdóttir Ég gæti aldrei valið eitt orð Viðtal við Rögnu Sigurðardóttur Fyrsta bók Rögnu Sigurðardóttur kom út þegar hún var tuttugu og fjögurra ára gömul og nam við Myndlista- og handíðaskólann sem um aldamótin varð Listaháskóli Íslands. Bókin heitir Stefnumót, safn örsagna og svífandi teikninga, blá á lit, lillabláar síður. Fallegri en flugeldar kom út tveimur árum síðar (1989), hvít að lit og inniheldur ljóð eða prósa. 27 herbergi (1991) er sett saman úr ljóðrænum textum og ljósmyndum af hótelherbergjum. Eftir það hefur Ragna helgað sig skáldsöguritun, hún á að baki fimm skáldsögur og hefur nýlokið við þá sjöttu. Stíll Rögnu er í senn nálægur og fjarlægur og augljós áhrif frá mynd- listarnámi í fyrstu verkum renna með árunum saman við hefðbundin skáldsagnaskrif. Umgengnin við orðin er efnisleg, líkt og orðin væru úr snertiefni, hún er meðvituð um formið sem hún vinnur í og stefnir oft and- stæðum saman á jarðbundinn hátt – hún ræður yfir bókmenntalegri verk- fræði sem líkist engri annarri. Skáldsögurnar marka spor í skáldsagnaritun á íslensku og gæta þess að þráðurinn milli fortíðar og framtíðar slitni ekki. Ragna hefur einnig starfað við þýðingar, myndlistargagnrýni, fræðileg skrif um listir og við kennslu. Hún hefur hlotið tilnefningar fyrir ritstörf sín. Hið fullkomna landslag kom út í enskri þýðingu í Bandaríkjunum árið 2012. *** Takk fyrir að koma í viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar. Ragna, viltu segja mér hvar þú ert fædd og hvenær, hvað heitir mamma þín, hvað heitir pabbi þinn, áttu systkini, hvað heita þau – ef þú kærir þig um að svara því – hvar í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp? Þakka þér fyrir að bjóða mér, gaman að fá að spjalla við þig. Foreldrar mínir heita Anna María Þórisdóttir og Sigurður Sigfússon. Þau eru á níræðisaldri, búa sjálf og sjá um sig sjálf og eru við ágæta heilsu. Ég á tvær eldri systur. Arnfríði sem er arkitekt og Sigríði sem er félagsráðgjafi og náms- ráðgjafi. Ég er fædd í Reykjavík árið 1962. Og elst upp í Reykjavík? Já, fyrstu sex árin mín leigðu foreldrar mínir jarðhæð á Tjarnargötu 40, við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.