Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 115
 TMM 2016 · 1 115 Háttvirtur forseti, herra Ólafur Ragnar Grímsson, dómnefnd, fulltrúar bókaút- gefenda, aðrir verðlaunahafar og góðir gestir! Um leið og ég þakka þann heiður sem mér er sýndur og sögu minni, Hunda- dögum, þá langar mig að segja örfá orð og þau ber einnig að skoða sem þakk- lætisvott. „„Munurinn á sagnaskáldi og sagn- fræðingi er sá að hann sem ég nefndi fyr lýgur vísvitandi að gamni sínu; sagn- fræðingurinn lýgur í einfeldni sinni og ímyndar sér að hann sé að segja satt,“ segir klerkurinn Jón prímus í skáldsög- unni Kristnihald undir jökli eftir Hall- dór Laxness. Nei, hér þarf engu að ljúga, hvorki um Skaftáreldana eða frönsku bylt- inguna né heldur um Jörgen Jörgensen og öll hans ævintýr. En hvað er satt og hver lýgur hverju að hverjum? Sagði ekki Makbeð að lífið væri saga þulin af bjána, full af mögli og muldri, og merkti ekki neitt? Það var rétt hjá Makbeð, lífið er saga. Stundum merkir hún ekki neitt og stundum er hún full af visku. Höfuðbaráttan í þessum heimi er baráttan um söguna. Á íslensku nær orðið saga bæði yfir sögu landa og þjóða sem og skáldsögur og alls kyns frásagnir. Eitt sinn var þetta allt eitt og hið sama og allt mælt fram í ljóði og jafnvel sungið.“ Í Hundadögum segir frá dönskum manni, Jörgen Jörgensen. Hann var fæddur árið 1780 í Östergade í Kaup- mannahöfn. Jörgen sigldi um heimsins höf og varð kóngur á Íslandi í tvo mán- uði sumarið 1809. Síðar var hann sendur sem refsifangi til Tasmaníu en refsifang- inn var áður en við var litið orðinn lög- regluþjónn. Í ævisögu sinni segir Jörgen Jörgen- sen: „Þegar ég var fjögurra ára gat ég lúskrað á hvaða sex ára strák sem var og ég var svo skapharður og ofsafenginn að ég flaug á alla sem gerðu mér móti skapi.“ Og Hundadagar bæta við: „Það er greinilegt af lýsingum á æsku Jörgens Jörgensen að hann var það sem nú á dögum kallast ofvirkur. Hann undi sér ekki við nám þó að námshæfileikar væru ágætir, raunar mjög góðir. Núna væri hann settur á rítalín eða einhver róandi lyf, alveg einsog fleiri söguhetjur okkar og margir sem látið hafa að sér kveða í heiminum. Rítalín og önnur lyf hafa leyst umvandanir foreldra og skólayfirvalda af hólmi, jafnvel flengingar, sem lifðu annars nokkuð lengi. Sumum þóttu flengingar góð uppeldisaðferð en öðrum slæm. Á söguöld voru aðrar refsingar þegar unglingar fóru yfir strikið og brutu af sér. Þá voru þeir sendir til Nor- egs einsog Grettir sterki sem drap allar hænurnar heima hjá sér og næstum því pabba sinn og einn strák. Einar Már Guðmundsson Ávarp við viðtöku Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.