Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2016 · 1 125 Noregskonungi. Sturla fellur í sögulok ásamt föður sínum og flestum bræðrum á Örlygsstöðum í Skagafirði árið 1238 fyrir sameinuðum herjum Kolbeins unga og Gissurar Þorvaldssonar. Í „fyrstu“ bókinni Óvinafagnaði er þráð- urinn tekinn upp þar sem Þórður kakali Sighvatsson, rankar úr ölvímu í Noregi og vill koma sér til Íslands að endur- heimta völd ættar sinnar eftir ósigurinn á Örlygsstöðum. Úr verður æði spenn- andi lukkuriddarasaga sem nær hámarki með hlálegum grjótkastsigri í Flóabardaga þar sem fiskikarlar af Vest- fjörðum undir forystu Þórðar ná að gjörsigra vel vopnum búinn sjóher Kol- beins unga úr Skagafirði. Í Ofsa hefur Þórður verið kallaður utan til Noregs og Gissur og Sturla Þórðarson sammælast um að friða stríðandi öfl í landinu með því að efna til brúðkaups barna sinna og halda veislu á Flugumýri – en gá ekki að því að Eyjólfur ofsi, tengdasonur Sig- hvats á Grund, er ekki með í sættinni og kemur daginn eftir veisluna með sveit manna úr Eyjafirði og brennir bæinn – en Gissur sleppur með því að skríða ofan í sýruker eins og frægt er. Þar með er sviðið tilbúið fyrir næstu hefnda- syrpu. Í Skáldi eru dregnir saman ýmsir þræðir um atburði sem hafa lent utan sviðs í fyrri bókum, s. s. víg Snorra í Reykholti og endalok Þórðar kakala í Noregi. Hér er sjónum beint að Sturlu Þórðarsyni um leið og sagan tekur sér stundarhlé frá því að flökta á milli ólíkra radda og sjónarhorna hinna ýmsu persóna og leikenda yfir í þá yfirsýn um atburði aldarinnar sem sagnaritarinn Sturla og aðstoðarmaður hans, Þórður Narfason, öðlast við að setja Sturlungu saman úr þeim margbrotnu og flóknu sögum sem á undan eru gengnar – allt þar til Einar Kárason sjálfur bætir því við að oddur sem brotnaði af spjóti Klængs Bjarnarsonar, fóstbróður Sturlu Þórðarsonar, í undanfarandi kafla hafi fundist á bænum Neðra-Apavatni á æskudögum Einars sjálfs. Um leið og hinni miklu og breiðu sögu vindur fram viðrar Einar ýmsar kenningar, tilgátur, hugmyndir og hug- dettur um aðstæður höfunda á þrett- ándu öld, einkum bækur sem væri hægt að sjá fyrir sér að þeir Sturlungar hafi skrifað; ekki bara að Snorri hafi skrifað Ólafs sögu helga, Heimskringlu og Eddu, eins og viðtekið er, heldur líka Eglu (eins og mörg halda), að Ólafur hvítaskáld Þórðarson hafi sett Laxdælu saman (sem stundum hefur verið sagt í bland við þá hugmynd að þar hafi konur vélað um) og að Sturla Þórðarson hafi ekki bara skrifað Íslendinga sögu í Sturlungu, sögur Hákonar gamla Nor- egskonungs og Magnúsar sonar hans lagabætis í bland við eitthvað af Jóns- bók, heldur líka Eyrbyggju og talsvert um Gretti sterka, Kristni sögu, Færey- inga sögu og Konungs Skuggsjá og verið byrjaður á Fóstbræðra sögu þegar hann lést – að ógleymdri sjálfri Njálu. Uppá- stungur um að Sturla hafi átt þátt í þess- um ritum hafa komið fram hér og þar, og má til dæmis nefna að Helgi Guð- mundsson málfræðingur er mjög sam- hljóma Einari um Færeyinga sögu og víða annars staðar má sjá að djarfar og vinsælar hugmyndir Helga hafa orðið Einari innblástur. Samanlagt er þetta talsvert höfundarverk fyrir einn mann og Einari svo mikið hjartans mál að sýna fram á að þessar hugmyndir séu ekki tómur skáldskapur að hann skrif- aði um efnið sérstaka fræðigrein í Skírni þar sem hann færði mörg og sannfær- andi rök fyrir því að Sturla gæti verið höfundur Njálu – sem Matthías Johann- essen hélt einnig á loft í fræðum sínum. Lesendum er því ekki ætlað að taka þessum skáldskap af neinni léttúð sem hægt sé að vísa frá í fræðilegri rökræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.