Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2016 · 1 dag og þess ótta sem ríkir varðandi áhrif loftslagsbreytinga og sviptinga í náttúrunni á líf fólks um allan heim. Þessi meðvitund birtist ítrekað í bók- inni: [S]vo kveikti hann sér í annarri sígarettu, dró djúpt ofan í sig, lúinn, stjarfur með hugann við spássíur og heddera, með seyðing í fingrunum af þreytu þegar hann dró fram símann til að taka mynd af fjallinu, firðinum, gylltri röndinni sem myndi brátt hopa fyrir nótt, fyrir vetri, þegar slokknaði á sólinni og heimurinn skrapp saman í glóðina sem hékk einsog í lausu lofti framan við nefbroddinn á honum, skrapp saman í síðasta djúpa andardráttinn, síðasta þunglyndislega andvarpið og plastkenndan smellinn sem barst úr hátalara símans þegar Ragúel tók mynd af veröld sem var ekki lengur og yrði ekki aftur í bráð. (s. 166) Í ljósi þessa veruleika má túlka sjálf- hverfuna sem er að finna hjá persónum Eiríks, bæði í hegðun þeirra gagnvart eftirlitinu og ásókn í samfélagsmiðla, sem sjálfsvörn. Í stað þess að minnka umsvif sín gerir maðurinn sig breiðari og reynir að taka yfir meira rými til að minna á og skjalfesta tilvist sína. Hér er dregin upp sannfærandi mynd af þrá- hyggju samfélags gagnvart sjálfu sér og ótta við eigin framtíð. Eiríkur notfærir sér rafmagnsleysi á snjallan hátt til þess að brjóta upp atburðarásina og skipta um stefnu innan frásagnarinnar. Í persónum Áka og Lenítu verður einnig til ákveðið samtal við höfundar- verk Eiríks. Í Illsku birtast meðal annars innflytjendur í íslensku samfélagi og það viðmót sem þeir verða fyrir af hálfu Íslendinga. Höfundur teflir því fram persónum sem takast á við svipuð mál- efni og birtast í fyrri bókum hans og lætur þær verða fyrir gagnrýni vegna þess. Áki og Leníta þurfa að svara fyrir það hvers vegna það sé í lagi að fjalla um undirskipaða hópa í íslensku samfélagi og hvort þau sem íslenskir höfundar geti tekist á við sársaukafyllri þætti mann- kynssögunnar án þess að blikna. Það samtal er vel heppnað og gerir frásögn- ina marglaga sem dýpkar úrvinnslu efn- isins. Í Heimsku stígur ritstjóri Víðsjár fram og lýsir yfir sinni afstöðu til við- fangsefnis Áka og Lenítu: Í hvaða rétti eru tveir hvítir milli- stéttarhöfundar af kristnu bergi brotnir að ryðja sér í gegnum átakasögu litaðra múslima á Íslandi og Evrópu einsog þeir eigi hana, einsog Akmeð og Akmeð séu í raun réttri forfeður Áka og Lenítu Talbot, en ekki Fatímu og Múhameðs? Hvar er rödd þeirra í þessum sirkus? Hefur ein- hver haft fyrir því að spyrja? (s. 77–78) Hvernig eiga íslenskir höfundar að vinna með fjölmenningu á Íslandi? Hvaða rétt hafa þeir á að nota einstak- linga sem eru undirskipaðir í íslensku samfélagi sem einhvers konar þjóðar- spegil, til að átta sig á merkingunni að vera Íslendingur „Hefur einhver haft fyrir því að spyrja?“ Eftir að bækur Áka og Lenítu koma út upphefst fjölmiðla- og markaðsstríð þeirra á milli þar sem sambandsslit þeirra og persónulegar yfirlýsingar verða vopn í baráttunni. Í hatrömmum átökum milli Áka og Lenítu vegna útgáfu bóka þeirra sem rata bæði á síður Fréttablaðsins og Tímarits Máls og menningar tekur Áki upp á því að vísa í orð bandaríska rithöfundarins Norman Mailer: Norman Mailer sagði fyrir margt löngu að rithöfundur gæti án alls verið nema leifanna af hreðjum sínum; mínar legg ég á borðið, allt sem ég á, allt sem ég get gefið, sál mína, sársauka, gleðina og ógleðina. (s. 56) Sú pörun er sérlega áhugaverð í ljósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.