Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 127
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2016 · 1 127
árum að þá fyrst hefði hann fundið sár-
lega hversu mikill ofjarl sinn höfundur
Grettis sögu hefði verið.
Frásagnarháttur Einars býður honum
sjálfum upp á mikið svigrúm til túlkun-
ar á söguefninu og munar þar mest um
hvað hann sýnir atburðina vel frá sjón-
arhorni Gissurar – sem hefur vægast
sagt átt erfitt uppdráttar í viðtökusögu
Sturlungu; svikarinn sem drap skáld-
mæringinn Snorra til að öðlast jarlstign
og koma Íslandi undir Noregskonung
„sem hirti frelsi vort“ eins og sungið er
um á þorrablótunum. Enda þótt frásögn
Sturlungu sé rómuð fyrir óhlutdrægni
fer ekki hjá því að það hafi mikið að
segja að lunginn úr því sagnasafni er
settur saman af Sturlungunum sjálfum
eða mönnum þeim tengdum – sem leiðir
lesendur lævíslega frá því að geta nokk-
urn tímann fengið samúð með Gissuri
þótt Sturla sýni hörmungum hans eftir
Flugumýrarbrennu augljósan áhuga og
samúð. Um leið og Einar réttir hlut
Gissurar og fær lesandann til að stilla
sér upp við hlið hans dregur hann fram
að Sturlungarnir, sem meiri ljómi hefur
leikið um í sögubókum síðari alda, hafi
ekki verið nein englabörn frelsis og
sjálfstæðis. Líkt og Gissur reyndu þeir
að sækja sér upphefð að utan og komast
til valda og áhrifa hér á landi í nafni
Noregskonungs. Umdeildara gæti
sumum fundist að hlutur Eyjólfs ofsa er
skýrður með geðhvarfasýki hans í bland
við eggjanir konu sinnar – og Flugu-
mýrarbrenna þá afleiðing mikillar upp-
sveiflu og oflætis Eyjólfs.
Það sem gerir bækur Einars svo læsi-
legar sem raun ber vitni er ekki bara það
góða vald sem hann hefur á hinni
flóknu atburðarás, í bland við næma til-
finningu fyrir gildi ættar- og vináttu-
banda og ekki síst aldri þeirra persóna
sem koma við sögu, heldur einnig sú
leið að gera persónurnar sem líkastar
okkar samtímamönnum. Þetta gerir
Einar í krafti þeirrar hugmyndar að fólk
hafi sáralítið breyst að upplagi frá því á
steinöld. Því megi ætla að svipaðar til-
finningar, hégómi og metnaður hafi
bærst með þrettándu aldar Íslendingum
og fólki á okkar dögum þó að lög og
trúarbrögð og heimsmynd og hug-
myndaheimur hafi þá verið með ólíkum
hætti miðað við það sem nú er almenn-
ast. Lykilaðferð við að ná þessum áhrif-
um er að velta sér ekki upp úr því sem
hefur verið ólíkt okkar tímum í daglegu
umhverfi og lífsháttum, í eins konar
uppfræðslustíl sögulegra skáldsagna,
heldur segja frá öllu sem sjálfsögðum
hlut – eins og það hefur verið í augum
þeirra sem lifðu þá tíma þegar skinn-
bækur voru nýmæli, ofbeldi stjórntæki
og helvíti raunverulegt, hestar og skip
voru samgöngutækin, húðir og vaðmál
voru notuð í klæði, stéttskipting var
klár, karlar og konur gegndu kynbundn-
um hlutverkum og börn voru skipti-
mynt í valdatafli. Um leið dregur Einar
markvisst úr upphafningu tungumáls-
ins – sem mörgum þykir þó óaðskiljan-
legur hluti af heimi fornsagna. Því má
búast við að lesendum bregði við þegar
Þórður kakali segir förunaut sínum
suður Sprengisand að „drulla sér heim“
þegar þeir sjá loks niður á grænar sveitir
Suðurlands.
Að leiðarlokum er vert að þakka fyrir
þann mikla greiða sem Einar Kárason
hefur gert okkur með því að leiða gamla
og nýja lesendur inn í flókinn og
heillandi sagnaheim Sturlungu og benda
þar á helstu tinda og kennileiti. Þessi
sagnaheimur hefur það sér til ágætis að
þeir sem villast þar inn eru ólíklegir til
að vilja nokkurn tíma finna leiðina út
aftur. Einar bætir nýjum víddum við
persónurnar, túlkar hlutskipti þeirra og
viðhorf af innsæi, ómældri gamansemi
og skáldlegu næmi sem fer á sérstakt