Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 26
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
26 TMM 2016 · 1
raunir með uppsetningu á texta bæði af skáldum og myndlistarmönnum
höfðu átt sér stað í nærri því heila öld. Þess vegna kom mér á óvart hvað
fólki þótti bókin vera tilraunakennd. Mér fannst þetta svo sjálfsagt. Þessi
bakgrunnur í hugmyndalist hefur orðið til þess að mér finnst aldrei bara
eitt, ákveðið form vera sjálfsagt, heldur skoða ég marga möguleika og reyni
að finna sögum mínum það form sem þeim hentar best út frá innihaldinu.
Já, listrænn metnaður felur sig ekki í uppsetningu og leijáti. Borg er
minnis varði um tíunda áratuginn og hún er líka forspá og á undan sam
tíðinni. Tuttugu árum síðar erum við stödd í heimi sem líkist betur bók
inni en heiminum þegar hún kom út: innihaldið rætist! Endir bókarinnar
er sannkallaður hápunktur þar sem renna saman tilbúinn heimur og
augnablikið, rafheimur og lífheimur. Þetta er mjög flott gert. Borgin er
staðsett á Íslandi og fær að láni atriði úr mörgum borgum. Í Skoti (1987) er
lesandinn kominn til Rotterdam, þar býr ung íslensk kona, í lokin er hún á
leið heim. Þarna les maður mjög fallegar lýsingar, af landslagi, af líkömum,
svo bindurðu söguna saman með dálítilli aðstoð frá spennusögum.
Þegar ég skrifaði Skot hafði ég lokið myndlistarnáminu í Maastricht og bjó
í Rotterdam. Dag einn gekk ég fram á lík fyrir utan aðaljárnbrautarstöðina
í miðbænum. Búið var að girða kringum það af lögreglu og breiða yfir það
en skórnir stóðu út undan grænu klæði, einhver hafði verið skotinn. Ég fór
að sjá fyrir mér persónu sem yrði fyrir skoti sem annarri persónu er ætlað.
Þetta er ástarsaga með þræði um örlög og tilviljun og inn í söguna fléttast
Rotterdam og tilviljunarkennt stórborgarofbeldi, bílasprengjur sem áttu sér
stað á þessum tíma og fleira. Ég man til dæmis eftir fréttum af skotbardaga
vegna bílastæðis. Í Skoti skrifaði ég um þetta þéttbýla fjölmenningarsamfélag
og inn í það blandaðist persóna frá Íslandi með sinn þjóðsagnabrunn.
Strengir, hún kom út 2000, hröð og skemmtileg Reykjavíkursaga.
Það er ástarsaga og saga um móður, ég skrifaði Strengi ekki löngu eftir að
ég eignaðist eldri dóttur mína, sem fékk mig eins og fleiri nýbakaðar mæður
til að hugsa um hringrás lífsins. Í bókinni eru nokkrar kynslóðir einstæðra
mæðra, nokkur móðir-dóttir sambönd og tengslin við náttúruna koma líka
við sögu. Ung kona og móðir áttar sig á því að hún vill og getur staðið ein.
Svo vildi ég skrifa um líf ungs fólks í Reykjavík.
Hið fullkomna landslag kom út árið eftir hrunið mikla, 2009, og sýnir vel
stemmingu hjá ríku fólki á Íslandi á fyrsta áratug þessarar aldar, bókin
leiðir mann áfram með tækni krimma og upplýsir mann og fræðir um
afkima myndlistarinnar. Aðalsöguhetjan hefur lært og starfað í Hollandi
og kemur heim til að taka við starfi hér og fer svo burtu.
Já, í millitíðinni hafði ég verið með handrit sem ekki varð að bók, það
var safn af tengdum smásögum sem aftur tengdist fjölmenningarsamfélagi