Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 20
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
20 TMM 2016 · 1
trana sér fram, borða heilhveitibrauðið á undan franskbrauðinu, ekki horfa
á sjónvarp á daginn og að menning er eitthvað sem skiptir máli.
Mamma starfaði við ritstörf og þýðingar, samdi pistla fyrir Lesbók
Morgunblaðsins sem voru kallaðir Krækiber, smásögur og ljóð og þýddi
bækur og smásögur. Ég ólst upp við það að hún sat heima og skrifaði á ritvél.
Mér fannst það eðlilegt og sjálfsagt og það hefur eflaust orðið til þess að mér
fannst sá möguleiki að fást við skriftir nærtækari en einhverjum sem ekki
ólst upp við það.
Varstu/Ertu pabbastelpa? Mömmustelpa? Hvorugt?
Var pabbastelpa þegar ég var lítil.
Varstu snemma læs? Manstu hver kenndi þér að lesa? Lastu mikið? Hver
var uppáhaldsbókin þín þegar þú varst lítil?
Ég bið þann sem kenndi mér að lesa afsökunar því ég man ekki hvernig
það gerðist. Eflaust hefur það verið einhver blanda: að mamma og eldri
systur mínar hafi kennt mér. En ég man það ekki sem einhverja uppgötvun,
man bara eftir að ég las og las mikið, fór á bókasafnið, í bókabílinn. Þegar
við bjuggum í Breiðholtinu fórum við vikulega á Grensássafnið. Á Tjarnar-
götunni fórum við í gamla Borgarbókasafnið, ég á dásamlegar minningar
frá því fallega safni, sérstaklega hálfhringnum þar sem barnabækurnar voru
geymdar. Ég var alltaf í stelpubókum, las ekki strákabækur: Anna í Grænu-
hlíð, Enid Blyton bækurnar, Beverly Grey – las þetta allt – og þær íslensku:
Öddu-bækurnar og fleiri. Og síðan auðvitað þjóðsögur Jóns Árnasonar,
1001 nótt, Arabískar nætur, og bókina um sjúkdómana sem var til á mörgum
heimilum, með skelfilegum myndum af kýlum og húðsjúkdómum. Maður
las bara allt og aftur og aftur og skoðaði og fletti myndabókum.
Manstu eftir fyrstu bíómyndinni sem þú sást?
Ekki þeirri fyrstu en ég man vel eftir Kitty Kitty Bang Bang, Mary Poppins,
og seinna eftir The Sound of Music. Þegar ég var níu eða tíu ára gömul fór ég
með mömmu að sjá Love Story, mamma hafði þýtt bókina. Það var dálítill
viðburður, mér fannst til um að fá að fara með. Myndin fjallar um ungt par
en konan fær krabbamein og deyr. „Love means you never have to say you
are sorry,“ er sagt í myndinni. Ég man svo vel eftir þessari setningu en ég er
ósammála þessu.
Fórstu oft í bíó sem barn?
Nei, ég fór ekki oft í bíó, ég var ekki í þessum sunnudagsþrjúbíóferðum
sem margir muna.
Hvort fannst þér skemmtilegra: bók eða bíó?
Mér hefur örugglega fundist bíó skemmtilegra. Auðvitað fór maður í bíó,