Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 95
Tu n g u m á l a æ v i n t ý r i TMM 2016 · 1 95 öðrum til fyrirmyndar – líka Rússum. Ég sagði eitt sinn við nemanda hans og aðstoðarkonu, Olgu Smirnitskuju, að Steblín og lærisveinar hans gengju kannski full langt í að fegra Ísland og íslenskt menningarlíf í huga sér. Það getur verið, sagði hún. En við lyftum Íslandi í huga okkar vegna þess að við upplifðum mjög sterkt tilfinningalega raunverulega þætti úr íslenskri fortíð, sem Íslendingum sjálfum þóttu kannski ekki mikilsverðir lengur. Og það sem knúði Steblín-Kamenski áfram, sagði hún líka – var ekki fræði- mennskan sjálf heldur ást á Íslandi og íslenskri tungu – og þessi ást verndaði hann fyrir grimmd tuttugustu aldar. Það er segja: íslensk tunga og íslenskur skáldskapur gátu orðið rússneskum manni að athvarfi og skjóli í grimmd stríðs og stalínisma. Það sannaðist líka á manni sem hét Sergej Petrov og var pólitískur fangi og í útlegð í Síbiríu frá 1938 og til 1954. Hann lærði íslensku – og hann þýddi forníslenskan kveðskap með kenningum, innrími og stuðlum og höfuðstöfum en það hafði enginn gert áður. Þegar hann var frjáls maður og kynntist Steblín-Kamenski gat hann sýnt honum frábærar þýðingar sínar – og Steblín varð að taka aftur það sem hann áður hélt fram: að skáldakvæðin fornu væru óþýðanleg. En Höfuðlausn Egils byrjar svona í þýðingu Petrovs: Príplil ja, poln raspéva voln o persi skal í pésn prígnal. Sník ljod í snég dar Tora vlék vésnoj moj strúg tsjrez sínij lúg … Þrengt að smátungum Þessi tími er liðinn og ég veit að hann kemur ekki til baka. Tungumál hafa svotil öll hopað á hæli í okkar menntun og áhuga. Við skulum vona að það sem kom í staðinn sé líka merkilegt. En ég leyfi mér samt að sjá eftir ýmsu sem einkenndi síðustu öld. Ekki síst þessu: okkur datt ekki í hug að reyna að bjarga okkur á ensku allstaðar. Ef menn fóru til náms í annað land þá gengu þeir hiklaust inn í nýjan heim – ekki bara mataræði þeirra sem við bjuggum með heldur og allan þann minningaforða og tjáningarfjölbreytni sem býr í hverri tungu. Það er eitthvað ógn dapurlegt við að íslenskir stúdentar sitji nú á dögum í Moskvu eða Berlín og læri allt á geldri háskólaensku og kunni kannski ekki meira í máli heimamanna en þarf til að rata um neðanjarðar- brautina og matseðlana. Og svo er annað: á minni æskutíð efaðist enginn um að þótt fáir töluðu íslensku þá gæti hún dugað til allra hluta. Við reynum að standa við það enn – en öðru hvoru heyrast þó raddir um að svona lítið tungumál eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.